Hlægilega ærandi þögn íslenskra fjölmiðla.

Það er nánast hlægilegt að finna hér litla og látlausa frétt um sýknu Donalds Trump í fulltrúadeild bandaríkjaþings hér á síðum þessa fyrrum stóra og stolta fjölmiðils, en það er af sem áður var.

Það er nú komið svo að til að heyra hlutlausar fréttir af mönnum og málefnum, þá er þær helst að finna á örlítilli útvarpsstöð sem enn virðist hafa opið fyrir öll viðhorf og sjónarmið og er því alveg örugglega útvarpsstöðin sem nýtur mestrar áheyrnar, því flestir Íslendingar eru líklega búnir að fá nóg af bévaðri forræðishyggju yfirvalda, sem svo spaugilega birtist í viðhorfi þeirra á Trump ræflinum og sjúklegum stuðningi við ýktar óraunhæfar öfgastefnur, sem helst ekki má nefna upphátt að viðlögðum hefndaraðgerðum, sem reyndar á öðrum tíma var nefnt: Berufsverbot

Ég vona að það séu fleiri sem gete reynt að sjá einhverja spaugilega hlið á sorglegri framgöngu þessara einstaklinga, sem meðal venjulegra manna er gjarna nefnt "góða fólkið" en það er þá ekki eins og öll von sé úti, því svo lengi sem stækustu andstæðingar Útvarps Sögu eru augljóslega með í hlustenda hópnum og nokkrar alvöru jafnréttis baráttukonur t.d. á borð við þær Arnþrúði Karls, Helgu Dögg, Helgu Kristjáns o.fl. o.fl. geta hæðst að ofstæki systra sinna, þá hlýtur réttlætið og skynsemin að lokum hafa sigur.


mbl.is Donald Trump sýknaður öðru sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þeir voru fljótir að slá upp í risastórar fyrirsagnir að hann hefði verið ákærður og koma með allskyns (ólöglegar) ákúrúr á hann.

Íslenskir fjölmiðlar eru ómerkilegir lygarasneplar.

Guðjón E. Hreinberg, 14.2.2021 kl. 23:45

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Guðjón.

Er ekki eins og demokratar séu liprari við lygar og sviðsetningar heldur en klaufskir hægrimenn?

Ég er nú ekki einungis að höfða til svindlsins í Bandaríkjunum.

Jónatan Karlsson, 15.2.2021 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband