Sundabraut.

Nú er nákvæmlega rétti tíminn til að taka fingurna út úr ónefndum stöðum og hefjast handa við framkvæmdir við byggingu Sundabrautar og helstu aðkallandi lagfæringa á umferðarflæði höfuðborgarsvæðisins.

Það þarf varla að nefna að nú stendur þensla og skortur á vinnuafli ekki í vegi fyrir þessu nauðsynlega verki heldur öllu fremur máttlausir og litlausir ráðamenn, sem greinilega virðast hugsa um eitthvað allt annað en skynsamlega og örugga þróun Reykjavíkur og nágrenis.

Það er deginum ljósara að á meðan hin óraunhæfa Borgarlína er sett í fyrirrúm, þá verður haldið áfram að þrengja að íbúum borgarinnar, því eins og hver heilvita maður sér, þá verða þessir stóru dýru vagnar draumsýnarinnar jafn tómir og óstundvísir og þeir almenningsvagnar sem fyrir eru, nema notkun einkabílsins verði hreinlega bönnuð í borginni.

Það blasir því við að síðasta útspil Sigurðar Inga um hábrú og óljósar vangaveltur Dags um göng eru aðeins staðfesting á frekari töfum eða fyrirslætti og Sundabrautin og umferðarbætur á borð við mislæg gatnamót í Reykjavík fjarlægjast enn frekar en nokkru sinni.

Raunhæf lausn á legu Sundabrautar gæti hugsanlega verið að leggja hana frá gatnamótum Reykjanesbrautar og Mikklabrautar út eftir Sævarshöfða og meðfram austanverðum Elliðavogi og yfir Gufunes og Geldingarnes og þaðan yfir á Álfsnes.
Síðan mætti auðvitað fylla upp og brúa innsta hluta Kollafjarðar og stytta Vesturlandsveg þannig enn frekar.

Því miður verð ég að lokum að koma með þá tillögu að leitað verði út fyrir landsteinana að hönnun og skipulagningu þessa verks af augljósum ástæðum.


mbl.is Umhverfismatið til tafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Sammála þér Jónatan. Varðandi borgarlínuna, þá myndi ég frekar vilja sjá metró eins og í Kaupmannahöfn. Lestirnar eru neðanjarðar þar sem ekkert pláss er á yfirborðinu en ofan þar það er. Tveir ásar,sem byrja í miðborg Reykjavíkur. Önnur línan liggur til Keflavíkurflugvallar en hin til Mosfellsbæjar í gegnum Grafarvoginn. Dýrari framkvæmd en borgar sig til framtíðar.

Birgir Loftsson, 6.2.2021 kl. 11:44

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Fyrst troða á, upp á okkur varnarlausa skattgreiðendur stórtækari almennings samgöngum hér í fámenninu og næðingnum, sem nýtast þó örugglega vel í milljónaborgum, þá færi réttilega betur á að hafa þær neðanjarðar, því þá væru minni líkur á að vegfarendur hrisstu hausinn sjálfum sér til stórskaða, ef þeir losnuðu þannig við að hafa ruglið stöðugt fyrir augunum.

Jónatan Karlsson, 6.2.2021 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband