Ég er svo heppinn að rétt ná að geta talið mig til hinnar svokölluðu 68 kynslóðar og man því svo vel þá tíma sem stór hluti ungu kynslóðarinnar mótmælti með öllum ráðum ófriði og stríðsrekstri fyrri kynslóða og slagsmál og líkamsárásir á mannamótum tíðkuðust ekki lengur.
Sögur föður míns af blóðugum slagsmálum í dansleikjahaldi hans kynslóðar, þegar karlar á borð við hinn svakalega Gunnar Huseby rústuðu öllu og hetjur þeirrar stéttar sem bar í þá daga nafn með rentu, eins og lögreglumaðurinn vaski Kristján Vattnes, sem barðist við óvættinn fyrir hönd annara gesta, voru nánast óraunverulegum ævintýrum líkastar í þá daga.
Ég minnist þess að hafa á þessum árum hreinlega litið til framtíðar með því hugarfari að hin vitiborna manneskja væri búinn að læra af mistökum fyrri kynslóða og því væri óhætt til frambúðar að ferðast um hátíðir og viðburði hvar sem í heimi væri, óáreittur og öruggur.
Því miður breyttist þetta. Ég veit ekki hvar skurðpunkturinn var, hvort það var þegar John Lennon var myrtur, en það var um það leyti sem allt byrjaði reglulega að fara í gamla farið á ný.
Síðustu fjörtíu árin eru því miður allt annað en falleg og friðsamleg og þessir síðustu dagar og opinber útskúfun þessa óhefðbundna forseta mesta stríðs- og stórveldis jarðar er einungis í takti við blóði drifna sögu mannskepnunar...........
Sakar Twitter um þöggun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.