7.1.2021 | 21:46
Mark Zuckerberg lætur grímuna falla.
Augljóst virðist nú vera að í Bandaríkjunum stefni í frekara uppgjör milli þjóðernissinna og blandaðs hóps ýmisa minnihluta er sameinaðir styðja nýaldarhugmyndir þær sem ganga þvert á allar fyrri hefðir og hugmyndir þær er forfeður okkar skópu frá aldaröðli.
Augljóst er hatrið og árásir þær sem Donald Trump hefur setið undir alla forsetatíð sína úr nánast öllum áttum sem jafnvel blasir við hér á útnáranum, þar sem flesta daga má fræðast um kvennafar forsetans á yngri árum, en minna fjallað um friðsamlega utanríkisstefnu hans og vaxandi hagsæld heimafyrir, uns bansett veiran kom eins og kölluð fyrir andstæðinga hans, því enginn getur líklega mótmælt þeirri staðreind að án COVID19 þá hefði enginn getað ógnað endurkjöri Trumps.
Þau öfl sem nú virðast halda um stjórntaumana í Bandaríkjunum má líklega bendla við hið ógnvænlega blóði drifna djúpríki, sem því miður virðist ráða að mestu yfir fjölmiðlaflórunni á Vesturlöndum, eins og blasir nú svart á hvítu við heimsbyggðinni á þessari ögurstundu.
Hinn valdamikli eigandi Facebook og Instagram sýnir nú í verki allt annað en yfirlýst hlutleysi og hefur bannfært frá og með deginum í dag öll bein samskipti hins elskaða/hataða forseta við fylgismenn sína og hefur því þannig í raun og veru komið út úr (skrímsla) skápnum.
Facebook og Instagram læsa aðgangi Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.