27.12.2020 | 13:24
Afhverju er Ísland aftast á merinni.
Í ljósi digurbarkalegra yfirlýsinga heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar síðustu mánuði vekja fréttir af bólusetningum heimsbygðarinnar nokkrar óþægilegar spurningar.
Bólusetningar eru hafnar í Kína, Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Sviss, Serbíu, Singapore, Saudi-Arabíu og Bretlandi og Þýskaland, Slóvakía og Ungverjaland hófu bólusetningu strax í gær þegar bóluefnið barst.
Evrópusambandsríkin auk Noregs fengu hvert um sig tæplega 10.000 skammta bóluefnis í gær. Sambandið hefur tryggt sér yfir tvo milljarða skammta af bóluefni frá nokkrum framleiðendum, en íbúar innan Evrópusambandsins eru tæplega 450 milljónir.
Greinilegt er að eitthvað stórfellt bjátar á, en því miður er almenningi haldið í óvissu um raunverulegar ástæður þess að EFTA ríkið Ísland virðist flokkað með fátækum ríkjum þriðja heimsins þegar að kemur afhendingu mótefna gegn hinni bannvænu veiru.
Hver raunveruleg ástæða þess, að við, þessir helstu taglhnýtingar Evrópusambandsins eru settir skör lægra en öll fyrrnefnd ríki þegar kemur að afhendingu mótefna væri auðvitað fróðlegt að vita, en t.a.m. skyndileg og alls ótímabær áform um söluferli Íslandsbanka, sem ber augljós merki örvæntingar gæti e.t.v. svarað því, þó bæði fjármálaráðherra og núverandi seðlabankastjóri láti í veðri vaka að allt sé í himna lagi, eins og þeim einum er lagið að halda fram, þó allt sé í raun og veru á hraðri leið til glötunar.
Bólusetning hafin innan Evrópusambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.