Vanhæfir ráð "herrar"

Það er lofsvert að einhver þeirra lögreglumanna sem stöðvaði fjölmennt og óleyfilegt samkvæmi s.l. nótt í Reykjavík, skyldi hafa þor og dug til að nefna þar viðveru ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Líklega verða eftirmálar engir aðrir en varanlegt þak á starfsframa uppljóstrarans.

Hvað nær ótrúlegt klúður bólusetninga okkar varðar, þá er líklega vænlegast að binda vonir við að hæfur karl á borð við Kára Stefánsson komi okkur enn og aftur til bjargar, því þær stöllur Svandís og Katrín virðast því miður alls ekki starfi sínu vaxnar, eins og nú hlýtur að blasa við öllum.

Það er orðið tímabært að ráðamenn og ekki síður konur axli ábyrgð af gjörðum sínum og að kjósendur fari loksins að vakna til meðvitundar um hrikalega spillinguna sem viðgengst hér á landi.


mbl.is Ekki komið á borð almannavarnadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ráðherrar eru alltaf að læra af mistökum sínum það er viðkvæðið hjá þeim að segja af sér er ekki í hugsun þeirra, þó mistökin séu öllum augljós, þá vernda þeir ætíð hver annan,enginn ber í raunverulega á byrgð á gjörðum sínum eða atferli. Spillingin er augljós og afhjúpar vilja mannsins.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 24.12.2020 kl. 11:37

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Sigurgeir.

Bjarni flýtur nú ansi langt á þokkanum, eins og í kjölfar vafnings- og Macau æfintýris, þegar hann táraðist í beinni útsendingu og þjóðin fékk samstundis í hnén og fyrirgaf allt

Auðvitað myndi það hvergi líðast nema hér að ráðherrar öxluðu ekki ábyrgð á að brjóta sóttvarnarreglur í miðjum hörmungum COVID 19, en það er reyndar nær helmingur þessarar ríkisstjórnar, sem sömuleiðis hefur einhver tilefni til að fylgja honum í skammarkrókinn.

Jónatan Karlsson, 24.12.2020 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband