14 - 2

23 ágúst 1967 léku Íslendingar eftirminnilegan leik við Dani, einmitt í þeim sama Idrætspark, sem nú stendur til að leika aftur í dag í miðjum COVID 19 faraldri og á sorglegum endaspretti Hamrén og eins og hvíslað er, í dauðateygjum nokkra ónefndra burðastólpa þessa víðfræga liðs, sem nú virðist líkt og fleirri íslenskar keppnis íþróttir á hraðri leið inn í átakanlegt niðurlægingar tímabil, eins og öll undanfarin úrslit bera því miður greinilegan vott um.

Nú ættum við því að nota kjörið tækifærið og aflýsa þessum leik vegna augljósra aðstæðna og koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt burst og endurtekningu á niðurlægingunni sem flestir Íslendingar hafa reyndar gleymt, en allir Danir virðast muna og gleðjast yfir enn þann dag í dag.


mbl.is Að vinna Dani á morgun yrði mesta afrekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er kannski ljótt að segja það en mér er nákvæmlega sama hverning þessi leikur fer. Við töpuðum leiknum sem skipti máli en þessi skiptir akkúrat engu.

Sigurður I B Guðmundsson, 15.11.2020 kl. 11:30

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já, Sigurður, það má til sannsvegar færa að sigur gegn Ungverjum gæti breytt einhverju, en á meðan mórallinn hér á skerinu er þannig að rándýr ríkisfjölmiðillinn býður ekki upp á beina útsendingu fyrir bláfátækan almúgann þegar á ríður og þjóðhöfðinginn þarfnast auðmjúklega leyfis frá Brussel til að mæta, en kvöldfréttum jafnvel sleppt til að sýna stelpu spark og tóma bekki, - þá er nú ekki von á góðu.

M.ö.o. Það verður líklega að teljast kraftaverk ef gall-harðir létt leikandi Danirnir niðurlægja ekki niðurbrotna strákana okkar í kvöld.

Jónatan Karlsson, 15.11.2020 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband