Örvæntingarfullir Bandaríkjamenn.

Viðbrögð Bandaríkjaforseta eru auðskiljanleg í ljósi fyrirsjáanlegra breytinga á valdajafnvægi heimsins.
Það blasir við öllum sem hafa óbrenglaðan samanburð til hliðsjónar, að ótvíræð heimsyfirráð og ógnarstjórn Bandaríkjanna og leppríkja þeirra sé komin að fótum fram, eins og nánast öskrar framan í alla sjáandi, þegar t.a.m. kemur að samanburði glæsilegra stórborga austurlanda andspænis þreytulegum höfuðborgum vesturlanda.

Samanburðurinn við samlíkinguna á hinni glæsilegu Rihönnu gagnvart útlifaðri Joan Collins í dag er klassískur, en sorglega raunsannur.

Síðasta örvæntingar tillaga Trumps er nú að fjölga í hópi hinna svokölluðu G7-ríkja í ellefu og taka Rússa inn á ný, auk Indverja, S-Kóreu og Ástralíu, sem auðvitað þýðir ekkert annað en að reyna að einangra og veikja höfuð-óvinin og reyndar sjálft helsta iðnríki heimsins.

Hlægileg og ámótleg er líka dagleg umfjöllun helstu fjölmiðla okkar á mótmælum þeim í Hong Kong, sem að þvi best er vitað hafi mögulega kostað einn mótmælanda lífið, en minna er nú fjallað um mótmæli og sannkallað hörmungarástand um veröld víða, sem ég nenni hreinlega ekki að telja upp fyrir þá sem ekki vita, því þeim er hvort eð er ekki viðbjargandi.


mbl.is Trump frestar „úreltum“ G7-fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta sýnir enn og aftur hvað leiðtogar Bandaríkjanna eru algerlega taktlausir.
Það er eins og þeir hafi ekki frétt af því ennþá að Bandaríkin og reyndar Evrópa eru hrörnandi heimsveldi.
Nú er tíminn til að komast að einhverskonar samkomulagi en ekki að beita ofbeldi.
Svo kemur Trump með þessa fáránlegu hugdettu að kalla Rússa til aðstoðar til að berja á Kínverjum.
Það líður varla sá dagur að Trump beiti Rússa ekki ólöglegum viðskiftaþvingunum eða hóti slíku.
Putin hefur reyndar lýst því margsinnius yfir að hann hafi engann áhuga á G( ,hann telji það vera úrelt fyrirbæri. G 20 sé það sem skiftir máli.
Putin hefur örugglega ekki nokkurn áhuga á því lengur að vera hækja fyrir Bandaríska heimsvaldastefnu.
Rússland og Indland hafa löngu komið sér fyrir í eigin samstarfi með Kína og fleiri ríkum.
Þetta eru hin vaxandi ríki og mér er til efs að þau hafi mikinn áhuga á að rotta sig saman við "lúserena"
Hernaðarlega geta Bandaríkjamenn lítið hreyft sig orðið ,af ótta við Rússa og undirróður af ýmsu tsgi er orðinn erfiðari eftir að Kínverjar og Rússar fóru að taka þátt í fjölmiðlastríðinu.

Alveg makalaust.

Leiðtogar okkar hafa brugðist okkur algerlega. Vesturlöndum hefur verið stjórnað í áratugi af algerlega vanhæfu fólki sem sér ekki fram fyrir tærnar á sér.Þeir tala ekki við neinn sem situr ekki við veisluborðið og virastr ekki hafa lágmarks skilning á því hvað er að gerast.
Það er kannski fyrst núna sem einhver skíma er að komast inn í hausinn á sumum þeirra,en viðbrögðin eru líka vitlaus.
Í stað þess að viðurkenna að þeiur fóru villur vegarhafa þeir tekið það ráð að kenna öðrum um ófarirnar. 
Fyrst Rússum og nú síðast Kínverjum.
Þessi leikur er stórhættulegur og leiðir venjulega til styrjaldar.
Kannski bjarga kjarnorkuvopnin okkur núna,en það er ekki víst.
Bandaríska og Evrópska elítan á á hættu að vera skotin bak við hús ef almenningur kemst að því hvernig hún hefur hagað sér.
Ég fæ ekki annað séð en að stríð sé það eina sem getur bjargað henni núna,enda er stríðsáróðurinn kominn á fullt.

Nú er í uppsiglingu kalt stríð.
í þettta skifti verðum við því miður í hlutverki Sovétríkjanna í því stríði.
Við sjáum einkennin hrúgast upp allstaðar í kriingum okkur.



Borgþór Jónsson, 1.6.2020 kl. 21:51

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér kærlega innlitið Borgþór.

Vel að orði komist, venju samkvæmt.

Jónatan Karlsson, 2.6.2020 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband