Ærandi þögn um komandi Forsetakosningar 27. júní 2020

Það veldur mér sannarlega vonbrigðum að Morgunblaðið og þá auðvitað mbl.is beiti ámóta þöggunar aðferðum og sneplar á borð við Fréttablaðið og svo ekki sé minnst á hina dæmigerðu demókratísku fyrirmynd þeirra beggja, New York Times.

Einmitt nú í dag hefst kosningabarátta hins eina frambjóðanda sem dirfist að skora sitjandi forseta á hólm í almennum kosningum eftir rúman mánuð og ekki er þó minnst einu orði á það tilefni hér á mbl.is.

Eins og flestir eða allir vita, þá er núverandi forseti þægilegur og hnyttinn náungi, en á þessum árum sem hann hefur setið, þá hefur hann náð að sanna og sýna að hann er ekki forseti almennings, heldur aðeins handbendi þeirra valdastétta, sem virðast á fullri ferð með að selja undan okkur sjálft lýðveldið.
Hvað störf núverandi forseta snertir dugir að nefna tvö málefni sem hver sannur forseti hefði vísað í þjóðaratkvæði, en sá núverandi hundsaði. Þar vísa ég til staðfestingar hans á umdeildum fóstureyðinga lögum og auðvitað hinnar að mínu mati glæpsamlega staðfestingar á þriðja orkupakka Evrópusambandsins.
Það er heldur ekki gleymt að hann kúrði heima að skipun herra sinna, þegar Íslendingar börðust í fyrsta og einasta skipti á heimsmeistaramótinu í Moskvu, þar sem þeir hefðu örugglega eflst við nærveru þjóðarleiðtogans.
Það telst hinum huggulegu hjónum á Bessastöðum heldur ekki til tekna að áliti mínu, að þau láti sér ekki nægja að forsetafrúin sé þjóð sinni og forsetanum til sóma, heldur er hún samtímis að því ég best veit í fullu starfi sem einhverskonar kynningarfulltrúi hjá Íslandsstofu.

Ég vona að áskorandinn, Guðmundur Franklín Jónsson hljóti réttláta umfjöllun fjölmiðla, en umfram allt að hann reynist sá föðurlandsvinur og kokhrausti málsvari Íslendinga sem hann lætur í veðri vaka, ef á það reynir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Guðmundur Franklín opnaði kosningaskrifstofu í dag og Stöð sýndi nokkrar sek. held 3 til 5 og RUV minntist ekkert á það. RÚV okkar allra sá enga ástæðu að fjalla um svona smá mál bara einhver forsetaframbjóðandi að opna kosningaskrifstofu. 

Sigurður I B Guðmundsson, 23.5.2020 kl. 22:45

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er nokkuð sannfærður um að þeir sem á annað borð mæta þann tuttugasta og sjöunda júní, mæti aðalega til að breyta til og kjósa eitthvað annað en viðvarandi spillingu og ESB hagsmuni.

Fyrir mína parta virðist mér hinn leiftrandi mælski og skemmtilegi áskorandi mögulega full hlutdrægur með öfgafullum áróðri Bandaríkjamanna gegn Kínverjum, en aðalatriðið er þó auðvitað fyrst og fremmst einurð og hollusta hans við hagsmuni og vilja íslensku þjóðarinnar.

Jónatan Karlsson, 24.5.2020 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband