14.5.2020 | 16:15
Hlutverk lífeyrissjóða er einungis að gæta fjármuna sjóðfélaga.
Það hlýtur nú að blasa við nær öllum, að fjárfestingar lífeyrissjóða landsmanna í Icelandair orka í besta falli tvímælis og í því versta glæpsamlegar, líkt og því miður má sömuleiðis fullyrða um fleiri fjárfestingar sömu sjóða.
Nú hlýtur mælirinn þó að vera fullur.
Ef áhættufjárfestar velja að halda sig fjarri, þá hlýtur það eitt og sér að vera næg ástæða fyrir stjórnendur sjóðanna að hafna frekari fjárútlátum í þessa botnlausu hít og reyna fremur að sleikja sárin.
Hvaða tilfinningar sem landsmenn kunna að bera til þessa aldna flugfélags, þá er það samt ekki hlutverk lífeyrissjóða okkar að vera þátttakendur í þessum vafasama leik.
Eignist hlut fari stuðningur yfir 100 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.