Sjúklegar áhyggjur af þróun Kína

Ég hef undanfarið ítrekað rekist á pistla og greinar, þar sem nafngreindir einstaklingar láta í ljós áhyggjur og jafnvel ótta yfir vaxandi áhrifum Kínverja og að sama skapi augljósri hrörnun þeirra vestrænu stórvelda sem drottnað hafa yfir flest öllu hér á jörðinni undanfarin árhundruð.

Það hefur auðvitað vakið upp eðlilegar spurningar og vangaveltur að þessi eitraði vírus sem er að leggja líf okkar og öll kerfi á hliðina, er álitinn eiga upptök sín í Kína, en eins lengi og ég man þá hefur árleg flensa ætíð verið sögð frá Asíu og síðan má ekki gleyma hinni svokölluðu Spönsku-veiki sem reyndar átti upptök sín í herstöð í Kansas, þaðan sem hún barst til Evrópu með hermönnum sem hugðust leggja bandamönnum lið, en varð reyndar til þess að tugir milljóna Evrópubúa á besta aldri létu lífið.

Mergurinn málsins er að veirur og plágur munu því miður ætíð halda áfram að hrella okkur.

Hvað ítrekuð níðskrifin um Kína snertir, þá ber það nú helst að mínu mati vott um skert minni eða höfnun á staðreyndum, þegar aðgerðir og athafnir svokallaðra bandamanna okkar er virtar og lofsamaðar og endist mér varla aldur til að telja upp þau augljósu ódæði og lygar á borð við söguna um gereyðinga vopn Saddams, sem þessir augljósu óvildarmenn Kínverja hafa gleymt og liggur það ekki í augum uppi að Kínverjar eiga frekar erindi í S-Kínahafi heldur en Bandaríkjamenn?

Broslegasta dæmið um taugaveiklislegan Kína óttann sá ég í morgun, þegar birt var smáfrétt hér í blaðinu um brú sem hrundi á Ítalíu og var þá ekki að spyrja að því, að skömmu síðar var komið blogg viðhengi við fréttina, sem bar yfirskriftina: "Svona fer þegar maður fer Kínaleiðina"
Þarna álít ég að dæmi um hinn töluvert algenga Dunning-Kruger "effect" sé að ræða, því mig grunar að þessi óttaslegni bloggari hafi aldrei svo mikið sem stigið fæti sínum á kínverska jörð, líkt og líklega á við um flesta áköfustu skoðanabræður hans í Kína skelfingunni - því miður.


mbl.is Ein og hálf milljón hefur greinst með kórónuveiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband