Auralausir lífeyrissjóðir?

Úrsögn stjórnarmanna úr miðstjórn ASÍ hlýtur að vekja grunsemdir um að eitthvað meira en lítið hrjái vellauðuga lífeyrissjóði okkar, sem fullyrt er að eigi yfir fimm þúsund milljarða króna.

Illa innrættir samsæriskenninga smiðir hafa reyndar látið í veðri vaka að þegar á reyndi, þá kæmi í ljós að fremur lítið færi fyrir öllum auðæfunum, því þau hefðu bara einhvern veginn glatast, horfið eða bara verið stolið.

Nú er sú stund runninn upp að á reynir og einstaklingar og fyrirtæki landsins þarfnast sárlega þessa stuðnings, en þá lítur út fyrir að svo lítið fé sé í hirslum lífeyrissjóðanna, að þeir geti ekki beðið með greiðslur iðgjalda í fáeinar vikur, líkt og um eignalausa gegnumstreymis sjóði væri að ræða.


mbl.is „Versta leiðin var valin, að gera ekki neitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband