19.12.2019 | 07:13
Ágætt dæmi um brenglað fréttamat mbl.is
Það eru nokkur vonbrigði að fylgjast með þeim breytingum sem fréttafluttningur Morgunblaðsins og enn greinilegar vefmiðillinn mbl.is hefur tekið.
Hér á forsíðu dagsins er það auðvitað síðasta örvæntingar atlagan gegn forseta Bandaríkjanna, sem að þessu sinni byggist á því að hann hafi gerst svo djarfur að grennslast fyrir um möguleg föðurlandssvik sonar Joseph´s Biden á efstu stöðum, en auðvitað fellur málið dautt þegar kemur til kasta öldungadeildarinnar.
Annað mál er í flestum fjölmiðlum vestanhafs, þó það þyki ekki fréttamatur á Íslandi, en það fjallar um opinberun fjölda leyniskjala, sem loks hafa fengist birt, en þau ganga í stuttu máli út á að bandaríska þjóðin hafi verið dreginn á asnaeyrunum hvað upplýsingar á gangi stríðsins í Afghanistan varðar.
Þessir tvö þúsund milljarðar dollara og þúsundir lífa bandarískra hermanna auk allra saklausu borgaranna þykja nú ekki krassandi fréttamatur á mbl borið saman við það nýjasta af ferlilskrá forsetans hárprúða.
Samþykkt að ákæra Donald Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.