14.12.2019 | 12:01
Eru Svíar gengilbeinur Sorosar?
Nú vilja demókratísk öfl innan Svíþjóðar láta vísa sendiherra Kína úr landi, sakir þess að hann mótmælti enn og aftur brengluðum fréttaflutningi sænskra fjölmiðla af innanríkismálefnum Kínverja og látlausum ögrunum í garð þeirra.
Það dylst fáum hvernig einmitt þessum sömu síkvartandi social demókrötum hefur tekist að færa innanríkismálefni Svíþjóðar á þann stað sem helst ekki má tala upphátt um lengur og satt best að segja, þá væri t.a.m. síður en svo gaman að ímynda sér hvar sænskur bílaiðnaður stæði í dag, ef ekki einmitt Kínverjar hefðu hlaupið undir bagga með flaggskipinu Volvo þegar allt stefndi í sömu örlög og urðu Vasa, sem frægt er orðið.
Auðvitað eru það Bandaríkjamenn sem reyna að viðhalda forystu sinni og beita skiljanlega fyrir sig meðreiðasveinum sínum, líkt og hvað snertir hlægilegan málatilbúnaðin á hendur Julian Assange og áróður og hótanir gagnvart öllum þeim sem renna hýru auga til tækni og framfara rumskandi drekans í austri.
Vilja vísa sendiherra Kína úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, það er vitanlega einkar mikilvægt að reyna að þagga niður í þeim sem flytja fréttir af mannréttindabrotum fasistastjórna - sérstaklega ef maður er fasisti sjálfur.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.12.2019 kl. 12:34
Já, satt segir þú Þorsteinn.
Það er auðvitað ólíðandi að hafa kvartandi sendiherra erlends ríkis í jafnréttis þjóðfélaginu Svíþjóð, sérstaklega á meðan þjóðsögunni um hið sænska fyrirmyndar ríki Georgs Bjarnfreðarsonar er enn haldið lifandi í öndunarvél, þrátt fyrir illgjarnan róg um morð og ofbeldi, sem réttilega gætu minnt á sokkabands ár verstu fasista hreyfinga.
Jónatan Karlsson, 14.12.2019 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.