9.10.2019 | 02:30
Íslenska módelið.
Ekki er laust við að illur grunur læðist að manni við lestur þessar fréttar um skuldbreytingar og viðbótarfjármögnun, auk glænýs stjórnendateymis hjá fjárfestingafélaginu Gamma og félögum.
Það er varla sest rykið eftir fyrirsjáanlegt gjaldþrot WOW, sem í aðdraganda andláts þess notaði nánast orðrétt sömu klisjuna og gammarnir reyna nú að beita.
Ekki bætir það nú horfurnar hér í spillingunni, þegar í sömu andrá er dreginn upp úr hattinum maður að nafni Gylfi Magnússon sem lofsamar óskiljanlegar áhættufjárfestingar lífeyrissjóða einmitt á sama tíma og raunsæir fjárfestar halda að sér höndum.
Annar haukur í horni hefur nú líka tekið sér stöðu í Seðlabankanum í kallfæri við fjármálaráðherra, svo langt verður líklega seilst til að halda vinum og vandamönnum á floti.
Það vill til að nokkrir verkalýðsforkólfar og lítil útvarpsstöð geri svo sem allt sem í þeirra valdi stendur til að upplýsa almenning um ástand mála, en eins og kom ljóslega fram í samþykkt þjóðkjörina fulltrúa okkar á Alþingi á eftirgjöf yfirráða okkar á orkumálum landsins í berhöggi við vilja meirihluta landsmanna, þá er ekki neinn stuðning heldur að sækja í þá átt.
Einungis virðist því um að ræða að horfa á hverju fram vindur og muldra síðan ef til vill einhver bitur blótsyrði ofan í bringuna.
Skuldabréfaeigendur samþykktu breytta skilmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.