Morð og spírasmygl í Keflavík.

Það hlýtur að teljast nokkuð kaldhæðnislegt að í kjölfar ákvörðunar Erlu Bolladóttur að krefjast fullrar sýknu og bóta, að þá stígi fram á sjónarsviðið lögmaður nokkur sem málsvari þeirra Klúbbsmanna og tönnlist enn á því að Erla hafi spunnið upp ófyrirgefanlegar lognar sakir á hendur þeim og svo trúverðugar að reyndir rannsókarlögreglumenn hafi látist blekkjast.

Það sem helst vekur furðu varðandi ásakanir þeirra Magnúsar, Valdimars og Bolla er ekki skilningsleysi þeirra á vonlausum aðstæðum þeim sem Erla stóð andspænis í yfirþyrmandi yfirheyrslum, heldur fremur að þeir af fjölbreyttri flóru lögmanna velji sér sem talsmann, mannin sem í upphafi stýrði rannsókninni á hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík og stóð að gerð og kynningu á leirmynd af Magnúsi Leopoldssyni og með öllum ráðum virtist í upphafi draga athyglina að veitingahúsinu Klúbbnum.

Á árunum 72 og 73 var mikið framboð af smygluðu áfengi, sem líkast til átti rætur að rekja til Keflavíkur eða Suðurnesja eins og ítrekað hefur komið fram og því ekki óeðlilegt að álykta að einhverjir ónefndir aðilar í veitingarekstri sæju sér leik á borði og féllu fyrir þeirri freistni að drýgja tekjurnar með sölu á þessu áfengi, en hvað sjálfa smygleið þessa spíra sem annar hver maður í Reykjavík virtist þekkja til, þá er það mér enn hulin ráðgáta hvernig þeir Valtýr Sigurðsson, Haukur Guðmundsson og Kristján Pétursson gátu hreinlega komist hjá að rekast í orðsins fyllstu merkingu á svo umfangsmikla starfsemi í ekki stærra samfélagi en sem Keflavík í raun og veru var.

Hvað sjálft hvarf Geirfinns snertir, þá liggur það fyrir að frumrannsókn þessara fyrrnefndu manna á málinu var í besta falli í skötulíki, auk þess sem veigamikil gögn málsins hurfu á leið til Reykjavíkur, en það er önnur saga sem hægt er að lesa betur um hér: mal214.com


mbl.is Ég vissi að ég ætti engan séns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband