Fagnaðarlæti í Kína.

Þess var minnst í gær um gjörvalt Kína með miklum hátíðahöldum, að sjötíu ár eru liðin frá stofnun kínverska Alþýðulýðveldisins.

Það er sannarlega ólíku saman að jafna einlægu stolti og ættjarðarást þeirri sem þar skín úr hverju andliti borið saman við svipbrigði almennra Íslendinga á mannamótum, sem daglega mega kljást við íþyngjandi óheilindi og hagsmunapot stjórnvalda.

Það vekur nánast öfund í brjósti mér að sjá alla þá ættjarðarást sem fram kemur í umgengni Kínverja við þjóðfána sinn, sem segir meir en orð fá lýst, í samanburði við þá lítilsvirðingu sem íslenska þjóðfánanum er ítrekað sýnd hér á landi.

Það er blátt áfram hlægilegt að einustu frásagnir frá Kína í dag, eru þýðingar á úr breskum miðlum um mótmæli þau í Hong Kong, sem blessunarlega hafa þó ekki kostað eitt einasta mannslíf og fölna við hlið vikulegra mótmæla gulvestunga í Frakklandi, auk hefðbundins óhróðurs Björns Bjarnasonar sem skuldbundinn er að því virðist öðrum hagsmunum en föðurlandsins.


mbl.is 70 ára afmæli fagnað í skugga mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það væri svo sannarlega þakkarvert ef kínverski kommúnistaflokkurinn léti svo lítið að taka Ísland herskildi. Þá fengjum við loksins að búa við alvöru mannréttindi og velsæld.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.10.2019 kl. 10:18

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já Þorsteinn, það má vera, en þú verður víst að gera þér að góðu að verða stoltur og hamingjusamur þegn í ESB eins og unnið er að í skúmaskotum, þó minna fari þar óneytanlega fyrir fagnaðarlátum og flugeldasýningum.

Jónatan Karlsson, 2.10.2019 kl. 12:20

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stór og verðskuldupð rúsína er í pylsuenda þessarar samantektar þinnar, Jónatan!

Jón Valur Jensson, 2.10.2019 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband