Ágæti þingmaður?

Ég rakst fyrir stundu á athugasemd frá miklum þjóðernissinna og föðurlandsvini, en hann frábiður sér að skrifa undir áskorun til þingmanna þjóðarinnar frá samtökum að nafni Orkan okkar.
Sú hæverska beiðni hefst nefnilega á orðunum: Ágæti þingmaður.

Ég tek undir sjónarmið Óskars, jafnvel þótt ég hafi þegar lotið í duftið ásamt þúsundum landa minna og kysst auðmjúklega á skófatnað þessara þrjóta, sem sumir hverjir virðast augljóslega hafa selt sálu sína, ef marka má þeirra fyrrum eigin yfirlýsingar.

Aðrir eru auðvitað þeir þingmenn sem af einhverjum sálrænum ástæðum fylla þann fimmtung landsmanna sem öldum saman hefur óskað að koma stjórn og völdum þjóðarinnar undir erlend yfirráð og vesöld, eins og Íslandssagan ber vitni um.

Það er örugglega þörf á róttækari aðgerðum en bænaskjöl og óljós von um að forseti lýðveldisins neiti að skrifa undir samþykkt óþokkana.

Einmitt sá sami forseti sem sat heima til að þóknast Evrópusambandinu, þegar honum bar að sýna manndóm og hvetja íslenska fótboltalandsliðið til dáða í heimsmeistarakeppninni Rússlandi.


mbl.is Breytt afstaða ASÍ til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband