25.4.2019 | 07:45
Hver er raunverulegur ávinningur samþykktar þriðja orkupakkans?
Það er sannarlega sorglegt að verða vitni að því að meirihluti þjóðarinnar álítur kjörna fulltrúa ganga á svig við drengskaparheit sín og jafnvel ganga erinda erlendra ríkja, þvert á hagsmuni Íslands í ákafri baráttu sinni fyrir samþykkt þessa þriðja orkupakka EES.
Helsta ástæða þess að ég hef illar bifur á þessum orkusamning við ESB og erindreka hans, er einfaldlega sú, að á undanförnum mánuðum hafa upprunalegir stuðningsmenn, sem og nýjir umskiptingar, annað hvort færst undan að svara, eða talið upp í löngu máli öll þau belti og axlabönd sem þjóðin hefur, með tilliti til fullveldisskerðingar og sjálfs ákvörðunarrétts síns.
Það sem skortir svo áþreifanlega í rökfærslu erindrekana er auðvitað skýring í fáum orðum, sem lýsir hver er raunverulegur ávinningur Íslands, í stað hræðslu tuggunnar um að hrófla við EES samningnum, sem þar fyrir utan þarfnast bráðrar endurskoðunar í ljósi nýrra tíma.
Kallað eftir umsögnum um orkupakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.