Íkveikja, en ekki sjálfs-íkveikja í dekkjum - kjánar

Starfshættir lögregluyfirvalda hér á Íslandi eru athyglisverðir og er ég ekki að hæðast að rannsókn Guðmundar og Geirfinnsmála, heldur að smærri málum, eins og niðurstaða orsaka þessa eldsvoða í fréttinni ber með sér.

Önnur frétt dagsins, er hin daglega frétt af nokkrum ölvuðum og dópuðum ökumönnum sem ítrekað eru teknir próflausir og oftast á stolnum bílum og síðan sleppt, líklega hlæjandi.

Ég hélt í fávisku minni að lögregluyfirvöld hér hefðu samvinnu við önnur ríki um lögreglumál, önnur en að lúskra á mótmælendum, en ég er þess fullviss að ölvaður eða dópaður ökumaður, sem tekinn er á stolnum bíl í Færeyjum, þorir ekki fyrir sitt litla líf að endurtaka leikinn, svo ekki sé nú minnst á önnur alvöru ríki á borð við Bandaríkin eða Kína.


mbl.is Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Væri ekki snjallt hjá þér að leggja þig aðeins  til að ná áttum.  Það er ekki lögreglan sem skrifar fréttir í fjölmiðla. Framkvæmdarleyfi lögreglu er mjög tak markað. 

Ef maður fótbrotnar vegna mótstöðu við handtöku þá er það túlkað sem ofbeldi lögreglu af fólki sem aldrei hefur þurft að vina við að halda uppi þeirri reglu sem lögskipuð er.

     

Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2019 kl. 22:53

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já, sæll Hrólfur.

Ég viðurkenni að mér þykir óþolandi að lesa dag eftir dag um sleifarlag yfirvalda í meðferð glæpamanna sem ógna lífi, limum og eignum borgaranna.

Að vísu þykja mér og mörgum öðrum fjölmiðlar hér á spillingar skerinu fyrir neðan allar hellur, en fréttir af afbrotum og slysum fá þeir þó frá yfirvöldum.

Ég þykist þó vita að hendur lögreglumanna séu bundnar af móðursjúkum kerlingum og körlum.

Jónatan Karlsson, 24.4.2019 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband