8.4.2019 | 08:47
Er viðhald og rekstur Landeyjarhafnar nokkuð annað en bilun?
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að ómögulegt sé að segja til um hvenær höfnin opnist fyrir Herjólf.
Dýpkað er í Landeyjahöfn allan sólarhringinn þessa dagana. Björgun er þar með dæluskipið Dísu, dýpkunarprammann Reyni sem er búinn stórri gröfu og efnisflutningaskipið Pétur mikla.
Þrátt fyrir þetta allt og auðvitað allar aðvaranir, þá er haldið áfram, eins og enginn sé morgundagurinn.
Landeyjahöfn ekki opin enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það væri miklu meira vit í að hafa þessa höfn bara uppi á landi. Til dæmis á Hvolsvelli. Þá væri hægt að grafa fína höfn fjarri ágangi sjávar og þyrfti því engar áhyggjur að hafa.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.4.2019 kl. 11:51
Allt sem viðkemur þessari höfn er alger geggjun og verður um ókomin ár. Bíddu þangað til nýji Herjólfur kemur, ef hann fæst leystur úr haldi í Pólandi! Það skip er punkturinn yfir iið í þessu brjálæði. Fáránlegur dallur sem aldrei mun nýtast nema hluta úr árinu.
Þorlákshöfn er og verður eina raunhæfa höfnin fyrir ferjusiglingar milli lands og Eyja. Því fyrr sem menn kyngja því, því betra. Nýja Herljólf má í besta falli nota milli Stykkishólma og Brjánslækjar. Landeyjahöfn getur aldrei orðið annað en smábátahöfn, eða baðströnd með skjólgörðum í besta falli.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 9.4.2019 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.