13.1.2019 | 15:22
Ótímabært andlát Flokks fólksins.
Með yfirlýsingu Halldórs Gunnarssonar, þar sem hann staðfestir orð Karls Gauta Hjaltasonar er nokkru ljósi varpað á innanflokks deilur þær er klofið hafa Flokk fólksins í herðar niður.
Engin vafi leikur á að hin tilfinningaríka hugsjónakona Inga Sæland sem bæði er stofnandi og guðmóðir þessa ópólitíska flokks sem helst hefur réttlæti og jöfnuð á stefnuskrá sinni, verður að axla hluta þess ófremdar ástands sem nú virðist ætla að jarða þessa hugsjón hennar.
Auðvitað ber Ingu að sýna þingmönnum sínum og flokksmönnum þá virðingu, að fylgja hefðbundnum reglum um starfsemi og fjárvörslu stjórnmálaflokka, því undarlegt mætti teljast ef fylgismenn hennar sættu sig þegjandi við annað, þó enginn efist um ráðvendni hennar.
Stofnandi Flokks fólksins verður að biðja þá Karl og Ólaf fyrirgefningar á því að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur, eftir að hafa hlustað á valin brot úr leynilegri hljóðupptöku, sem enn gætir nokkrar óvissu um, því hún ætti að vita og verður að sætta sig við að jafnvel hatrammir andstæðingar í stjórnmálum geta verið góðkunningjar og drykkjubræður utan þings, eins og hún ætti auðvitað að vita.
Tekur undir gagnrýni Karls Gauta á Ingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver er stofnandi Flokks fólksins?
Guðmundur Ásgeirsson, 13.1.2019 kl. 15:58
Hvað er ég að gera hér inn á gafli?; Alltaf að reyna að finna og sameinast íslenskum þjóðernissinnum og lofa einn í dag,annan á morgun sem náð hefur kjöri til setu á löggjafarsamkundu Íslands.:það reynist erfitt að sameinast um að halda Íslandi utan við ESB.,sem ég trúi að allflestir Íslendingar óski heitast þrátt fyrir ósætti um forgang í stjórnun málaflokka.- Jónatan Karlsson þig undrar það að ég leggi traust mitt á Miðflokkinn, sem einn flokka hefur alltaf verið á móti ESB,innleiðingu,en einn ráðherra hans gerði þau regin mistök að standa að fordæmingu á Rússum vegna (ukraínu/krímskaga)? þaö var á bloggi Gunnars Rögnvalds sem þú víttir mig.- Þannig er þessi skrattans pólitík; óvinurinn sér um að spilla hverjum þeim sem er í valdastöðu eða gera hann óvirkan með áheitum! Hvað er þá til ráða,? Veðurstofan boðar gula viðvörun í dag óveðursskýin hrannast upp líka í ríkisstjórninni; ekkert hefst með skrifum,þeir ansa engum ekki einu sinni öldungsdeild Fálka-flokksins,karlinn á kassanum hefði náð betur til fólksins. Hann stóð sína plikt á horni hæstaréttar.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2019 kl. 05:21
Ég þakka þér síðbúna og málefnalega kveðju.
Ég bið þig að fyrirgefa mér, ef ég hef verið of ónærgætinn í orðum mínum, en mér til málsbóta verð ég að viðurkenna að ég er með aldrinum orðin það langrækinn að ég sem dæmi hætti öllum viðskiptum við N1, þegar Bjarni Benediktsson réð Kristján Arason í yfirmannstöðu hjá fyrirtækinu í kjölfar hrunsins og Hægri snú vafningsins og ég forðast enn og vara alla við að eiga viðskipti tryggingafélag það, sem fyrir nokkrum árum rændi bótasjóð viðskiptavina sinna og nýtti í glæpsamlega fjármála gjörninga.
Þú skilur líklega að þrátt fyrir ágæti Sigmundar og fleirri Miðflokksmanna, að með Kænugarðs kappann í fylkingarbrjósti þá get ég því miður og örugglega einhverjir fleirri aldrei borið traust til ykkar.
Jónatan Karlsson, 20.1.2019 kl. 11:17
Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2019 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.