Stjórnmál á Íslandi

Það er nú svo komið, að allir stjórnmálflokkar á Alþingi verða að teljast vanhæfir til starfa, vegna spillingar og svívirðu.

Það er auðvitað hægt að telja upp þau afrek einstakra þingmanna, sem gera kjósendum lífsins ómögulegt að kjósa flokk þeirra, en það er óþarfi hér í stuttum morgun pistli, því flestir landsmenn þekkja handbrögð þessara kauða allt of vel.

Auðvitað eru vel viljandi vammlausir einstaklingar í þessum allt of fjölmenna hagsmunagæslu hópi, en það sama mátti eflaust líka segja um tryggingafélag sem ákvað að stela bótasjóði skjólstæðinga sinna og nýta til eigin þarfa.

Eins og staða þeirra stórmála sem nú standa fyrir dyrum Alþingis, þá er almenningur lítið upplýstur um þau og lítið eða ekkert fjallað um þær fyrirætlanir í flestum fjölmiðlum, líkt og segja má því miður um hinn fornfræga miðil, Morgunblaðið.

Þó er nú ljós í þessu fjölmiðlamyrkri öllu og er það auðvitað útvarpsstöðin Útvarp Saga, sem ég hvet sem flesta að ljá eyra, því þar eru sannir föðurlandsvinir að reyna að upplýsa landsmenn um staðreyndir mála og vara við þeim illu áformum sem verið er nú að brugga gegn sönnum Íslendingum.


mbl.is „Hafa enga skyldu til að mæta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband