Enn er skattbyrði á almenning aukin í góðærinu.

Í þessu blaði dagsins virðist hvergi fjallað um nýjasta skat yfirvalda á almenning, en þar á ég auðvitað við umsvifamikil veggjöld, sem sögð eru vera til þess ætluð að bjarga ónýtum samgömgum, en í meðfylgjandi frétt er verið að fjalla um óhóflegar eldsneytishækkanir í sama tilgangi.

Eldsneyti og bifreiðaskattar, auk trygginga og gjalda af bifreiðum eru hvergi í heiminum jafn há og einmitt hér á Íslandi, líkt og segja má reyndar um beina skatta og óbeina, því auðvitað eru himinháar lífeyrisgreiðslur ekkert annað en viðbót við tekjuskattinn.

Það er síðan þekkt að allir þessir sértæku skattar eru síðan alla jafna notaðir í allt önnur gæluverkefni og ekki síst í rausnarlegar kjarabætur og óskiljanlega þennslu yfirstéttarinnar.

Helstu málefnin sem fjölmiðlar og auðvitað dofnir alþingismenn og konur ættu að fjalla um þessa dagana eru þöguð í hel, en er ég þar auðvitað að tala um frekari heimildir fóstureyðinga, þriðja orkupakkann og síðast en ekki síst fyrirhugaðar samþykktir þær í Marrokó sem til stendur umræðulaust að samþykkja, en öll eru þessi mál í trússi við þjóðarvilja og hag.

Þessa gjörspilltu og sannkölluðu óheillastjórn verður einfaldlega að hrekja frá völdum, áður en hún nær öllum glæpsamlegum og óafturkræfum áformum sínum í gegn og reyna að bæta skaðann.


mbl.is Mun efla ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hvað kemur til með að líða langur tími þar til þessi ráðalausa ríkisstjórn tekur veggjaldið til annarra nota en því er ætlað?  Sjálfstæðisflokkurinn hefur hreykt sér af því að hafa á stefnuskrá sinni að lækka skatta og minnka báknið þegar hann hefur ekki setið við völdin og fordæmt útþenslu stefnu vinstri flokka.  Ekki virðist það alveg rýma við aukna skattheimtu á akstur um landið, eins og flokkurinn boðar nú, það skal tekið fram að Sigurður Ingi erfir þessa vitleysu frá Jóni Gunnarssyni fyrrverandi vegamálaráðherra.  Sennilega eru skattar ríkisins á akstur hvergi jafn háir og hér á landi, lítri af bensíni kostar undir 200 krónum víðast hvar í Evrópu og ætli gallon(3,8lítrar) kosti ekki nálægt 200 krónum vestan hafs. Hér á landi eru lagðir óhemju skattar á bifreiðar án tillits til hversu mikið þeim sé ekið og á það að vera vegna co2 mengunar sem þær gefa frá sér.  Mínir bílar menga ekki andrúmsloftið þegar þeir standa ónotaðir.  Það má vel vera sanngjarnt að leggja á vegagjöld, ef bifreiðagjöld eru felld niður, en að óbreyttu er þessi skattlagning einfaldlega skot yfir markið. 

Kjartan Sigurgeirsson, 11.12.2018 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband