Endanleg lausn?

Þar viðvarandi ógnarástand sem ríkir í Ísrael og virðist engan endi ætla að hafa, hlýtur að kalla á úrlausn og væri þá ekki skynsamlegt að athugað væri að flytja ólátabelginn í annan skóla, eða með öðrum orðum finna Ísrael annan samastað, því auðvitað er ekki hægt að flytja alla arabana, nágrana gyðingana á brott, frekar en ekki er hægt að flytja skólann burt frá ólátabelgnum.

Mér þætti auðvitað lang eðlilegast að Bandaríkin myndu einfaldlega breyta heiti Long island í Israel ef gyðingar óskuðu þess, en eins og flestir vita, þá býr ógryni gyðinga í New York og hvað mest í Brooklyn og því hægt um heimatökin.

Aðrir staðir í víðáttum Bandaríkjanna kæmu auðvitað líka til greina og væri kjörlendi fyrir þessa þjóð sem á það sameiginlegt með Bandaríkjamönnum, að þeir álíta sig einhverskonar guðs útvöldu og öðrum fremri.

Ýmis landsvæði á jörðinni kæmu eflaust til greina sem ríki gyðingana, þó önnur á borð við þau i okkar eigin heimsálfu kæri sig ekki um of náinn samskipti, eins og hrikaleg sagan ber vitni um.

Ef ekki er hægt að leysa vandamálið varanlega, þá verður auðvitað að framfylgja næst besta kostinum, en hann er auðvitað sá sem nær allar upplýstar þjóðir mæla með, en það er auðvitað tveggja ríkja lausnin, sem felur í sér viðurkennd landamæri á milli Ísrael og sjálfstæðar Palestínu, sem hefði auðvitað sínar hafnir, flugvelli og annað sem fullvalda ríki eiga.

Auðvitað færi skiptingin ríkjana fram undir handleiðslu friðargæsluliðs SÞ, sem reyndar er óskiljanlegt að sé ekki nú þegar í þessu sorglega ófriðarbáli.


mbl.is Segir af sér vegna vopnahlés
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jónatan.

Gyðingar hafa búið í Miðausturlöndum í þúsundir ára. Nú er búið að reka þá burt úr öllum löndum Araba, og Ísraelsríki er eini staðurinn þar sem þeim er vært að vera. Þú villt láta reka þá þaðan í burt líka, en þó ekki út í sjóinn eins og nágrannar þeirra vilja.

Nú er hér öflug hreyfing sem vill opna landið og hleypa sem flestum hingað inn. Hvernig litist þér á að bjóða Ísraelsmönnum til Íslands? Hér er nóg pláss og þeir yrðu án efa fljótir að koma sér hér vel fyrir, enda eru þeir ein tækniþróaðasta þjóð í heimi. Þeir gætu gert Ísland að tæknilegu stórveldi.

Ef mig misminnir ekki, þá skrifaði Ágúst Einarsson prófessor eitt sinn lærða ritgerð þar sem hann hélt því fram að æskilegur íbúafjöldi á Íslandi væri fimm milljónir, svipaður og fjöldi Ísraelsmanna.

En mikið er ég nú hræddur um að ekki verði friðvænlegra þarna austur frá þó að gyðingarnir verði enn einu sinni hraktir úr heimahögum sínum. Það eru nefnilega ólátabelgirnir sem yrðu eftir. 

Og ekki munu þrengslin minnka, nema skamma stund, þó að gyðingar hröklist burt. Svokölluðum "Palestínuaröbum" hefur fjölgað a.m.k. 5 falt á síðustu 70 árum og ekkert útlit fyrir að dragi úr þeirri fjölgun, enda eru barneignir þeirra sterkasta vopn.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 15.11.2018 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband