Hringavitleysan

Þrátt fyrir að forstjórinn barmi sér nú yfir að andstaðan við vitleysuna við Hringbraut hafi verið óþarflega heiftúðug, þá er og verður þessi staðsetning aldrei annað en í besta falli vanhugsuð og heimskuleg, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir mætra manna.

Þessi framkvæmd er reyndar ágætt dæmi um sleifarlag það og spillingu er virðist í hávegum höfð hér á skerinu eins og við blasir hvívetna. Það væri reyndar auðveldara að telja upp framkvæmdir þar sem ráðvendni og fyrirhyggja væru í fyrirrúmi höfð og minnist ég því til sönnunar í fljótu bragði ekki einnar einustu opinberar framkvæmdar síðustu áratugi, því Hvalfjarðargöngin voru auðvitað einkaframkvæmd.
mbl.is Andstaðan verið „óþarflega heiftúðug“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband