7.11.2018 | 10:28
Stefnir í þjóðargjaldþrot ?
Nú fjalla ráðherrar og aðrir opinskátt um fyrirsjáanlegt gjaldþrot WOW, þó nýlega hafi verið látið í veðri vaka að aðeins um tímabundna erfiðleika hafi verið að ræða.
Það liggur í augum uppi að ástæður hlutabréfahækkunar Icelandair stafa einungis af stórfelldum kaupum lífeyrissjóða okkar landsmanna, því harla ólíklegt verður að teljast að erlendir aðilar veðji á samsteypu þessara tveggja félaga í innbyrðis samkeppni við hvort annað.
Líkt og sagt er að rotturnar yfirgefi feig skip, þá er líklega rétt að Engeyingar og aðrir innanbúðar menn selji nú á góðu gengi í þessari dauðvona samsteypu skuldsetts eignarlaus gjaldþrota risa og illa rekins ríkis flugfélags, sem svo eftirminnilega mátti sjá undir iljarnar á gamla forstjóranum.
Stóra spurningin hlýtur því að vera hvort nokkrum gráðugum auðmönnum með hjálp spilltra embættis-og stjórnmálamanna tekst loks að reka gjaldþrota smáríkið í faðm Evrópusambandsins?
WOW Air átti frumkvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.