Misjafnir morðingjar

Í dag eru nákvæmlega 42 ár síðan Lovísa Kristjánsdóttir var barin til dauða með kúbeini í íbúð við Miklabraut 26, þar sem hún stóð Ásgeir Ingólfsson að verki við þjófnað og neitaði að hylma yfir verknaðinum með honum.

Ásgeir viðurkenndi að hafa slegið hana fyrst þegar hún beygði sig til að fara í skóna og eftir að hún reyndi að flýja niður kjallara tröppur þá hrasaði hún eða féll við, þar sem Ingólfur náði henni á gólfinu og barði hana í hel.

Ingólfur sat fimm ár í fangelsi og var síðan veitt full uppreisn æru tuttugu árum síðar.

Ég veit ekki til að sakborningarnir úr Guðmundar og Geirfinnsmálunum hafi hlotið bætur, eða uppreisn æru og spunameistarar og böðlar þeirra nokkurt tiltal eða refsingu, þrátt fyrir að við öllum blasi augljóst dómsmorð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásgeir eða Ingólfur?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.8.2018 kl. 21:49

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Afsakaðu ruglinginn.

Auðvitað er ég að tala um Ásgeir Ingólfsson.

Jónatan Karlsson, 26.8.2018 kl. 22:26

3 identicon

Hann sat fullan dóm fyrst á LH og svo á Kvíjabryggju.

GB (IP-tala skráð) 1.9.2018 kl. 13:26

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Nýlega var fjallað um þetta miskunarlausa morð í DV.

Upplýsingarnar um refsingu og uppreisn æru morðingjans eru úr þeirri sömu grein.

Jónatan Karlsson, 1.9.2018 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband