Eru konur virkilega ekki jafnokar karlmanna á neinu sviði?

Ég vel að líta á sjálfan mig sem talsmann jafnréttis kynjana, þó í vaxandi mæli á hinum síðari árum finnst mér öfga feminismi að verða úr hófi fram, afskaplega þreytandi.

Ég álít reyndar konur vera jafnoka karla og jafnvel fremri á þó nokkrum sviðum og því er mér fyrirmunað að skilja hversvegna allar þessar ljóngáfuðu konur geta ekki einu sinni keppt við okkur karlana á jafnréttisgrunni í huglægum íþróttum á borð við bridge, skák og sömuleiðis í akstursíþróttum, svo eitthvað sé nefnt.

Ég verð að viðurkenna að þó ég hafi gaman af að horfa á fótbolta, þá get ég ekki sagt at kvennafótbolti eða annað boltasprikl stúlkna veki annað en fagurfræðilegan áhuga minn, líkt og segja má líklega um okkur flest, eins og aðsókn og vinsældir þessara kappleikja bera ljósan vott um.

Ég vil nú nota þetta tækifæri og skora á okkar fremstu bridgekonur að krefjast þess að fá að etja kappi við sjálft bridge feðraveldið á jafnréttisgrundvelli.


mbl.is Íslandi gengur vel í brids
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband