14.5.2018 | 12:39
Ætla Íslendingar að taka þátt í blóðbaðinu í Jerúsalem?
Ógeðfeld vígsluhátíð Bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem og 70 ára afmæli stofnunar Ísraelsríkis fara saman nú í dag og verða einhverjir tugir innfæddra af því tilefni myrtir og önnur hundruð limlest og bækluð.
Það kemur fram á erlendum fjölmiðlum að u.þ.b. 50 lönd ætla að mótmæla þessum viðbjóði og sniðganga gleðina og má þar t.a.m. nefna Ástralíu, Írland, Svíþjóð og Rússland.
Hvergi kemur fram að Íslendingar ætli með fjarveru sinni að lýsa áliti sínu á þessum aftökum þungvopnaðs hernámsliðs á óvopnuðum mótmælendum, sem lýst hefur verið sem jafnvel ómannúðlegara en herstjórn þjóðverja í gettó Varsjár.
Ég vil að lokum vitna í lánuð lokaorð Semu Erlu af nýlegu bloggi Björns Bjarnasonar sem lýsa þessum hörmungum réttilega og eiga vel við núverandi ástand:
„Með sigri Ísraels í Eurovision hefur Evrópa enn og aftur lagt blessun sína yfir fjöldamorð, landrán, hernám, pyntingar og ómannúðlega og ógeðfellda meðferð ísraelska hersins og ísraelskra stjórnvalda á saklausum palestínskum börnum, konum og mönnum. Þetta er ógeðslegt. Ógeðslegt.“
Stór dagur fyrir Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Um hvaða "blóðbað í Jerúsalem" þykistu vera að tala, Jónatan? Þar ríkir friður undir sjórn Ísraels; hins vegar hafa Hamas-hryðjuverkasamtökin (sem stjórna Gaza-svæðinu og ólátunum sem þar standa yfir nú) og nokkur önnur samtök (einkum al-Fatah) sýnt Jerúsalem sér í lagi þann áhuga að fremja þar ótrúlegan fjölda hryðjuverka, sjá hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Category:Terrorist_incidents_in_Jerusalem
--- og er það fróðlegur lestur fyrir illa upplýsta!
Jón Valur Jensson, 14.5.2018 kl. 15:17
Jón Valur.
Mér liggur við að álíta að þú sért eitthvað galinn, að halda því blákalt fram að friður og spekt ríki í Jerúsalem, þó innfæddum Palestínumönnum auðnist ekki að nálgast sjálft hátíðasvæðið vegna þess að þeir eru einfaldlega skotnir eins og hundar við fangabúðagirðingarnar, eins og kemur ljóslega fram í þessari frétt mbl.is frá því í gær.
Ég veit af öðrum vettvangi að þér þykir mannslífið mikils virði og ég vil ekki fremur en þú ala önn fyrir óviðkomandi hælisleitendum hér á Íslandi, en þó ég sé ekki eins staðfastur í trúnni og þú, þá get ég bara ómögulega horft á ójafnan leikinn og fagnað með þínum líkum.
Frétt mbl.is 14.05.2018
Að minnsta kosti 37 Palestínumenn hafa fallið á Gaza í morgun. Fjöldamótmæli eru við landamæragirðingarnar að Ísrael og hafa ísraelskar leyniskyttur skotið á mótmælendur með þessum afleiðingum. Tölurnar um mannfallið eru fengnar frá heilbrigðisráðuneytinu á Gaza. Um er að ræða mesta mannfall á einum degi í stríðinu á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna frá árinu 2014.
Meðal þeirra sem fallið hafa í morgun er fjórtán ára drengur sem ísraelskir hermenn skutu til bana er átök brutust út á fimm stöðum við landamæragirðingarnar. Mótmælendur köstuðu m.a. grjóti að girðingunum.
Tugþúsundir taka þátt í mótmælunum sem m.a. eru haldin í tilefni þess að í dag færa Bandaríkjamenn sendiráð sitt í Ísrael til Jerúsalem frá Tel Aviv.
Heilbrigðisráðuneytið á Gaza telur að um 900 Palestínumenn hafi særst og samband fréttamanna í Palestínu segja að átta fréttamenn séu í hópi særðra.
Jónatan Karlsson, 15.5.2018 kl. 04:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.