Flokkur fólksins og mannlegi þátturinn.

Því miður tilheyrðu þeir málaflokkar sem voru til umfjöllunar á umræddum fundi í Gamla bíó ekki þeim málefnum sem Flokkur fólksins leggur höfuð áherslu og gæti því e.t.v. úskýrt fjarveru þeirra.

Oddviti borgarstjórnar lista þeirra hefur í útvarpsviðtölum náð að fjalla ítarlega um þeirra helstu baráttumál sem öðru fremur snúa að mannlega þættinum í þjóðfélaginu og ekki síst þeim er snýr að stór aukinni og bættri sálfræðiþjónustu í skólum borgarinnar.

Það er þó að mínu mati sá ljóður á ágætum færslum Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings og oddvita flokksins hér á moggablogginu, að ekki virðist gert ráð fyrir spurningum eða athugasemdum.


mbl.is „Þau vilja losna við Flokk fólksins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband