19.3.2018 | 22:06
Íslenskir fjölmiðlar og stjórnmál.
Það er hálf kátbroslegt að fylgjast með Utanríkisráðherra Íslands þessa dagana, því hann veit víst varla hvorn fótinn hann á að stíga í og gerir það hann enn daufari til augnana en endranær og er þá mikið sagt.
Ef ekki væri vegna fádæma vesælla fréttamanna, eða öllu fremur fréttakvenna sem búið virðist að troða í öll stöðugildi helstu fréttaveita, þá er hætt við að ráðherranum yrði svarafátt ef hann yrði t.a.m. spurður um afstöðu hans til innrásar Tyrkja í Sýrland og síðan auðvitað einfaldrar spurningar á borð við hvort hann í fyllstu alvöru leggði trúnað á rakalausar ákærur Breta í garð Rússa og ef ekki, hvort Íslendingum bæri þá enn að skipa sér í hóp hinna viljugu skósveina þeirra gegn betri vitund?
Varðandi æpandi áberandi hlut kvenna í fjölmiðlum, líkt og þeirrar er ruglar hér augljóslega saman Kína og Japan í þessari frétt, þá er ekki annað hægt en að minnast á hlutdrægt viðtalið við tvo sérfræðinga á Silfri Egils á RÚV í gær um málefni Sýrlands og loks íþróttafréttakonuna á sömu stöð, sem opinberaði ótrúlega vanþekkingu sína og hélt því blákalt fram, að Ingemar Stenmark væri víðfræg skíðakona.
Viðbrögð Breta ekki dramatísk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.