Álíta, halda eða telja, o.s.frv.

Þetta líka ýkta fjaðrafok yfir meintri morðtilraun á rússneskum föðurlandssvikara í Bretlandi virðist í fljótu bragði aðeins vera enn ein tilraun til að skapa úlfúð í garð Rússa og líklega heimabruggað tilefni til að geta sniðgengið væntanlega heimsmeistarakeppni í fótbolta í júní n.k.

Einhverjir minnast sniðgöngu Bandaríkjamanna og nokkra skósveina þeirra á Ólympíuleikana 1980, en ástæðan var víst hernaður Rússa í Afghanistan!

Nú fara Rússar fram á að fá sýni af meintu eitri til rannsóknar, en það kemur nú ekki til mála, án frekari skýringa, sem verður að teljast vægt sagt óskiljanlegt.

Það má til gamans nefna að Bandaríkjamenn voru í dag að skipa nýjan forstjóra CIA, en viðkomandi hefur helst unnið sér til frægðar að vera fangelsisstjóri í illræmdu pyntinga fangelsi Bandaríkjamanna í Tælandi – svona rétt til samanburðar.

Það kæmi ekkert á óvart ef íslensk yfirvöld létu draga sig á asnaeyrunum í frekari viðskipta þvinganir gegn vinum okkar Rússum eins og fyrri dæmi um viljuga, eða líklega öllu heldur keypta leppa þeirra hérlendis sýna glögglega.


mbl.is Öll spjót standa á Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband