2.2.2018 | 07:14
Lýgur Dagur borgarstjóri?
Ég hlustaði einmitt á viðtalið sem sem um er rætt og furðaði mig líka á þessari fullyrðingu Dags.
Hér gefst því alveg kjörið tækifæri fyrir borgarstjórann að bera af sér þessar alvarlegu ásakanir framkvæmdastjóra samtaka iðnaðarins svart á hvítu og sanna fullyrðingar sínar, eða standa eftir sem ómerkingur.
Borgarstjóri vantelji kranana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Staðreyndirnar eru þessar. Það eru lóður undir þúsundir íbúða annað hvort þegar tilbúnra til byggingar eða eru á lokametrum skipulagsferlis. Það eru því næg verkefni framundan fyrir alla þá iðnaðarmenn í byggingariðnaði sem hér eru. Vissulega eru allar þessar lóðir í eigu einkaaðila og því geta verktakar sem ekki hafa aðgang að neinni þessara lóða hafið húsbyggingar. En ef þeir fengju lóðir þá þyrftu þeir að ráða iðnaðarmenn og þar sem engir slíkir eru verkefnalausir hér á landi þá þyrftu þeir að taka þá úr öðrum verkefnum þar með talið frá þeim verktökum sem eru nú að byggja á þeim lóðum sem þeir eiga og þá myndi það hægja á þeim.
Hvað það varðar að ráða iðnaðarmenn erlendis frá þá erum við í samkeppni við lönd með hærri laun og lægri húsaleigu auk þess sem einfaldara er fyrir þá að skrappa heim þaðan. Við höfum því lítla möguleika á að fá til okkar hæfa iðnaðarmenn erlendis frá og jafnvel ef það tekst þá verða þeir að búa einhvers staðar og þær íbúðir sem yrðu leigðar undir þá fjölgar þá íslenskum fjölskyldum á götunni.
Staðreyndin er sú að það er fyrst og fremst skortur á iðnaðarmönnum sem takmarkar hversu hratt við getum byggt upp húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Og höfum í huga að það er sami vandi á öllu höfuðborgarsvæðinu en ekki bara í Reykjavík.
Sigurður M Grétarsson, 3.2.2018 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.