Til hamingju sjálfstæðir menn og konur.

Afgerandi sigur Eyþórs Arnalds í kosningu Sjálfstæðismanna í Reykjavík um leiðtoga í komandi borgarstjórnarkosningum lýsir öðru fremur augljósri óánægju Sjálfstæðismanna á störf núverandi borgarfulltrúa, þrátt fyrir langa starfsreynslu þeirra, þægilega framkomu og kynferði.

Eins og margir vita, þá eiga Reykvíkingar það sameiginlegt með öðrum Íslendingum og reyndar jarðarbúum öllum, að karlar og konur eru mjög álíka fjölmenn.

Þessi jafna skipting kynja, auk fullkomins jafnréttis hér á landi hlýtur að leiða til þeirrar ályktunar að réttast er að fulltrúar okkar allra séu valdir á lýðræðislegan hátt, en ekki mismunað eftir kynferði, eins og enn tíðkast hér á landi.

Augljóst er eins og talning atkvæða sýnir að öflugar og sjálfstæðar konur og karlar í Reykjavík vilja enga aumingja mismunun, heldur öllu fremur jafnræði og réttlæti byggt á kjörþokka óháð kynferði.

Nú er leiðtoginn fundinn, svo ég skora á Sjálfstæðisfólk í Reykjavík að veita hinum nýja leiðtoga vald og frjálsar hendur til að velja hópinn til sigurs í vor og bjarga borgarbúum frá myrkraverkum og feigðarflani gjörspilltrar núverandi Borgarstjórnar.


mbl.is Eyþór langefstur með 2.320 atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband