28.12.2017 | 07:05
Höfuðstöðvar SÞ á Íslandi?
Það er ljóst að tímabært er orðið að höfuðstöðvar SÞ leiti nýrra heimkynna.
Það er ekkert annað en óviðeigandi að samfélag þjóðanna eigi höfuðstöðvar sínar í Bandaríkjunum, sem er einmitt landið sem sem nærist öðrum þjóðum fremur á stríði og hörmungum.
Um þessar mundir eiga Bandaríkjamenn yfir áttatíu prósenta hlutdeild í vopnasölu heimsins, svo einfalt er að sjá hvar raunverulegir hagsmunir þeirra liggja, þrátt fyrir fögur fyrirheit um réttlæti og frelsi, sem svo margir velja enn að láta glepjast af.
Ekkert ríki fer viðlíka með hótunum, eldi og brennisteini jafn víða og Bandaríkin, þó segjast verði að það þjóni varla hagsmunum almennra Bandaríkjamanna, heldur öllu fremur svartálfum þeim er spígspora gleiðfættir um Wall Street.
Bandaríkjamenn eru með síðustu aðgerðum og fyrirætlunum sínum búnir að fyrirgera allri réttlætingu fyrir að hýsa allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna og því tímabært að samfélag þjóða heimsins kjósi sem fyrst um nýja staðsetningu höfuðstöðva sinna.
Skerða framlög til Sþ um 258 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jónatan ég vissi ekki betur en að SÞ væri sjálfstætt ríki eða Territory innan NY fylkið.
Ég bara vona að þessi klúbbur komi aldrei hingað til Íslands. Þetta er ekkert annað en samansafn nánast glæpamanna með diplómapassa sem haga sér að vild þrátt fyrir lög annarra landa.
Valdimar Samúelsson, 28.12.2017 kl. 10:14
Auðvitað er þetta aðeins klíku klúbbur ríkjandi valdhafa, en gætu þó ekki gómsætir molar hrotið af því gnægtarborði handa soltnum íslenskum almúga?
Jónatan Karlsson, 28.12.2017 kl. 14:45
Já meinar þá erum við búnir að tapa landi og þjóð.
Valdimar Samúelsson, 28.12.2017 kl. 22:32
Tja, við tveir gætum t.d. sótt um störf sem einkennis klæddir dyraverðir með pípuhatta og alles.
Jónatan Karlsson, 29.12.2017 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.