10.12.2017 | 12:02
Einföld spurning varðandi hernám Ísraela í Palestínu.
Samkvæmt alþjóðasamþykktum þar með talið Genfar sáttmálanum hafa hernumdar þjóðir heimild til vopnaðrar andspyrnu gegn hernámi og er það flokkað sem sjálfsvörn. Palestínumenn hafa því heimild til vopnaðrar andspyrnu við hernám Ísraela. Það er engin munur á því þegar Pelestínumenn drepa ísraelskan hermann og því þegar andspyrnuhreyfingar í löndum sem Þjóðverjar hernámu í seinni heimstyrjöld drápu þýska hermenn.
Þessi málsgrein er reyndar orðrétt höfð eftir Sigurði M. Grétarssyni í ágætri bloggfærslu hans hér á mbl.is.
Það væri annars nógu gaman ef einhverjir af málsvörum Ísraelsmanna gætu einfaldlega svarað því, hvort þessi staðhæfing sé rétt eða röng, án þess að ég sé beinlínis með þeirri spurningu á neinn hátt að bendla svarendur við önnur og myrkari öfl.
Mótmælt þriðja daginn í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Árið 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar ályktun um skiptingu Palestínu á milli Araba og Gyðinga, sem Gyðingar féllust á, en Arabar svöruðu með stríði. Þar fóru þeir halloka. Arabar sættu sig ekki við þessi málalok og áratugum saman var það yfirlýst stefna þeirra að Ísrael ætti sér ekki tilverurétt, það skyldi afmáð. Hvað orðið hefði þá um Ísraelsmenn verða menn bara að geta sér til um, en gott er að hafa í huga að Gyðingar hafa nú verið nánast "hreinsaðir" burt úr öllum ríkjum Araba.
Í sex daga stríðinu sendu ísraelsk stjórnvöld orðsendingu til Jórdaníumanna þar sem þeir voru hvattir til að sitja hjá, þeir yrðu þá látnir í friði. Þeirri orðsendingu var svarað með innrás í Ísrael og Vestur Jerúsalem.
Ekki veit ég hvaða alþjóðalög hafa ákveðið landamæri Ísraels og "Palestínuríkis". Mér er ekki kunnugt um að SÞ séu alheims löggjafaþing.
Kemur mér þá í huga þorskastríðið á milli Breta og íslendinga. Íslensk og bresk stjórnvöld höfðu gert samkomulag um að skjóta ágreiningi um landhelgismál til alþjóðadómstólsins í Haag. Í þorskastríðinu ákváðu Bretar að gera það. Íslendingar, hins vegar, ákváðu að brjóta þetta samkomulag og viðurkenna ekki lögsögu alþjóðadómstólsins, þar sem um lífshagsmuni þjóðarinnar væri að ræða. Þeir komust upp með það og höfðu sigur í þorskastríðinu.
Geta Ísraelsmenn ekki beitt svipuðum rökum þar sem þeir fara ekki eftir "alþjóðalögum"?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 14:27
Jónatan. Ekki þekki ég þau alþjóðalög og samþykktir til verndar andspyrnumönnum sem þú vísar til, en í stríðinu skutu Þjóðverjar alla andspyrnumenn, sem þeir náðu í, sama hverrar þjóðar þeir voru. Svo einnfalt var það.
Bretar tóku andspyrnumenn heldur engum silkihönskum. Mér dettur þá t.d. í hug "Lord Haw Haw" maður af írskum ættum sem hélt uppi andbreskum áróðri í þýska útvarpinu allt til stríðsloka. Bretar tóku hann af lífi 1946.
Svo má ekki gleyma Guðna Thorlaciusi, afa Guðna forseta, sem þurfti að gjalda fyrir verk, sem hann var saklaus af, svo að á honum sá til æviloka.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 15:37
Sæll Hörður.
Mér þykir þú nokkuð mótsagnakenndur í eftirfarandi athugasemdum þínum:
a) Árið 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar ályktun um skiptingu Palestínu á milli Araba og Gyðinga, sem Gyðingar féllust á.
b) Ekki veit ég hvaða alþjóðalög hafa ákveðið landamæri Ísraels og "Palestínuríkis". Mér er ekki kunnugt um að SÞ séu alheims löggjafaþing.
c) Geta Ísraelsmenn ekki beitt svipuðum rökum þar sem þeir fara ekki eftir "alþjóðalögum"?
Að mínu mati eru SÞ einmitt öðrum fremur einhverskonar alheims löggjafaþing auk þess að fróðlegt væri að heyra nánar um þessi varanlegu meiðsl afa Guðna Th. sem þú nefnir í beinu framhaldi af frásögn þinni af válegum örlögum andspyrnu eða hryðjuverkamanna heimstyrjaldarinnar síðari.
Jónatan Karlsson, 10.12.2017 kl. 20:25
Hinum ofstækisfullu stuðningsmönnum framferðis Ísraela er vitanlega fyrirmunað að svara einfaldri spurningu. En í hnotskurn hugsa ég að svarið sé á sömu leið og oftast, að Jahve hafi gefið Ísraelsmönnum landsvæðið og því skipti alþjóðasáttmálar, mannréttindi og almennt siðferði engu máli, þar sem rétturinn komi þeim beint að ofan til að hegða sér á þann hátt sem þeir helst kjósa. Þetta er ástæðan fyrir því að það er alveg útilokað að rökræða við þetta ágæta fólk.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.12.2017 kl. 20:33
Auðvitað væri æskilegt ef til væru lög sem allur heimurinn vildi fara eftir, en því miður eru þau ekki til og ekki fyrirsjáanleg í náinni framtíð.
Það er nú einu sinni svo að öll ríki heimsins fara sínu fram, ef þau hafa getu eða aðstöðu til. Ég gat þess í fyrri athugasemdum að Íslendingar komust upp með það, á sínum tíma og með réttu eða röngu, en þrátt fyrir gefin fyrirheit, að hundsa alþjóðadómstólinn í Haag, þetta gátu þeir í krafti aðstöðu sinnar í kalda stríðinu.
Ísraelsmenn virða heldur ekki alltaf alþjóðalög, með réttu eða röngu, á meðan þeir telja að þeim standi ógn af þeim og þeir hafa getu til þess að hundsa þau.
Það er fjarri mér að fullyrða að öll alþjóðalög séu vond, en ekki vildi ég að Íslendingar þyrftu að lúta í einu og öllu þeim lögum sem sett eru á alsherjarþingi SÞ, ég treysti aðildarríkjunum einfaldlega ekki til að setja slík lög. Þau búa fæst við það lýðræði og réttarfar sem við getum sætt okkur við. Þess má t.d. geta að múslimaríkin virða ekki mannréttindasáttmála SÞ, en hafa samið sína eigin mannréttindayfirlýsingu og er það látið gott heita.
Við skulum láta liggja á milli hluta hvort Jave gaf Gyðingum "Landið helga" í árdaga eða hvort það var Allah sem gaf það Múslimum af því að Múhameð steig fæti sínum (í draumi?) á Musterishæðina í Jerúsalem.
En það er staðreynd að Gyðingar hafa flust þangað og stofnað þar ríki. Það er ekki í fyrsta sinn sem slíkt hefur gerst og ekki það síðasta (smbr Kosovo).
Fyrstu áratugina voru vinstri stjórnir í Ísraelsríki sem reyndu, án árangurs, að friðmælast við Araba. Það er ekki rétt að arabískir íbúar hafi skipulega verið reknir burt, heimildir sanna það og einnig að fjöldi Araba hefur búið í Ísraelsríki frá fyrstu tíð og eiga sæti á Ísraelska þinginu.
Hins vegar voru nær allir Gyðingar flæmdir burt úr Arabalöndum eftir 1948, þ.á m. gömlu Jerúsalem þar sem mestu helgistaðir þeirra eru.
Hægt er að fræðast um Guðna Thorlacius í umfjöllun Illuga Jökulssonar um Arctic málið.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.12.2017 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.