Eru Íslendingar menn eða mýs?

Það er deginum ljósara, að þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi margt jákvætt til brunns að bera, þá er hann aðeins hlýðinn og auðmjúkur þjónn þess auðvalds sem vestanhafs ræður orðið ríkjum og setur vaxandi mark sitt á heimsbyggðina alla.

Það er því í þessum ljóta leik sannarlega óskandi,að íslensk stjórnvöld hafi kjark og þor til að fylgja ályktunum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, fremur en að styðja þennan illa ásetning forseta Bandaríkjanna.


mbl.is Trump beitir hótunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf hvorki kjark, né þor til að fylgja fjöldanum.  Það þarf kjark og þor, til að standa á móti honum.

Ísland hefði átt að voga sér að standa á móti andstöðu gegn Ísrael, án þess að bandaríkjamenn væru í fararbroddi.  Og eiga að voga sér, að standa gegn þróuninni í Evrópu.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 21.12.2017 kl. 15:37

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta snýst ekkert um andstöðu gegn Ísrael. Þetta snýst um að standa með alþjóðalögum og hafna því að hernámsveldi geti einnað sér borg sem það hefur hernumið og á ekki og hefur aldrei átt neitt tilkall til.

Sigurður M Grétarsson, 21.12.2017 kl. 16:10

3 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér, Sigurður.  En bíddu nú hægur ... bandaríkin, sem slík eru byggð á hernámsveldi.  Indiánar eru enn þann dag í dag, haldið á verndarsvæðum.

Við megum ekki taka eitt ríki fyrir, eins og Ísrael og meina þeim eitthvað sem við leifum öðrum.

Við þurfum þá líka, að ganga á móti NATO ... sem þvingar austur-evrópu þjóðir, til að ganga inn í bandalagið í skugga "kalda" stríðsins. Og rússa fyrir Krím, en einnig Úkraínu fyrir Donetsk.

Palestínumenn, er kanski einhver vorkunn ... en staðreyndin er sú, að þeir hafa ekkert stjórnarfyrirkomulag. Ef maður lítur raunsætt á málið, þá er almennum borgara, burt séð frá trúarmálum (þið vitið að ég er trúlaus), betur kominn í höndum Ísraela en Palestínumanna. Alþjóðastofnanir, hafa ekkert hjálpað til með að leysa þetta vandamál.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 21.12.2017 kl. 17:48

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki löggjafarvald. Þess vegna er tal um að standa með alþjóðalögum, í samhenginu að fara eftir ályktunum SÞ, tómt bull. Einu lögin sem hafa lagagildi, eru þau lög sem fullvalda þjóðir setja.

Theódór Norðkvist, 21.12.2017 kl. 20:10

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Voið erum ekki að tala bara um SÞ. Við erum að tala  um Genfarsáttmálan og aðra alþjóðlega sáttmála. Indjánar geta í dag búið hvar sem þeir vilja í Bandaríkjunum. Israel var plantað þarna miður  í landi Araba af SÞ án samráðs við fólkið sem þar bjó. Og ef SÞ hafa ekkert löggjafarvald þá er það ekki bara hernámssvæðið sem Ísraelar hafa ekki neitt tilkall til því þá er það allt Ísrael eins og það leggur sig sem Ísraelar hafa ekkert tilkall til vegna þess að það eina sem getur yfir höfuð réttlætt tilkall Ísraela til lands þarna er samþykkt SÞ um skiptingu Pelestínu frá árinu 1947.

En þessi atkvæðagreiðsla hjá SÞ fór vel og við Íslendingar sýndum þar að við eru menn en ekki mýs.

Sigurður M Grétarsson, 21.12.2017 kl. 21:14

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Af hverju er þetta land Araba frekar en annarra? Fyrir mörgum öldum bjuggu Arabar aðeins á Arabíu-skaganum og lögðu síðan undir sig önnur lönd með hervaldi og kúgun, rétt eins og þú sakar Gyðinga um núna. Ottómanveldið (Tyrkir og múslimar) réðu þarna í 400 ár, síðan Bretar, því næst Jórdanía, SÞ, án lagaheimildar, ha ha og síðan unnu Gyðingar stór svæði þarna í hernaði. Hvar ætlarðu að draga mörkin í tíma, hvenær þjóð eða etnískur hópur er á einhverju svæði í skjóli hervalds?

Theódór Norðkvist, 21.12.2017 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband