Dökkar framtíðarhorfur fyrir jafna Íslendinga.

Það er réttilega ófrýnileg tilhugsun að Baldur og Konni, eða með öðrum orðum Steingrímur og Katrín nái hér völdum á ný.

Sannarlega sigldu Sjálfstæðismenn með áhöfn Framsóknar og loks Samfylkingar þjóðarskútunni í villur og strand, en að hruninu loknu, þá gekk enginn harðar fram í að veita særðum og útkeyrðum náðarskot í flæðarmálinu í sömu andrá og hann týndi tanngull og öll önnur verðmæti af örmagna fólkinu eins og einmitt þessi sami Steingrímur sem nú er aftur mættur til leiks með dúkkuna sína.

Fyrir Íslendinga í millistétt og alla minni máttar, þá er því miður fátt um fína drætti í þessum komandi kosningum, en þegar rökréttri útilokunar aðferð er beitt, þá standa eftir fimm framboð sem ekki virðast beinlínis eitruð fyrir framtíðarhorfur mikils meirihluta þjóðarinnar.

Af þessum fimm framboðum er líklega hægt að gleyma þeim þremur sem ekki auðnaðist að skrapa saman í framboð í öllum kjördæmum, þó öll hafi þau mikið til síns máls og kannski sérstaklega Þjóðfylkingin sem ein virðist þora að segja það upphátt sem margir eða jafnvel flestir hugsa, en hefur nú eftir síðustu fréttum endanlega dregið framboð sitt til baka.

Eftir standa tvö framboð sem öllum sönnum föðurlandsvinum ætti að vera óhætt að merkja við, en þar er ég auðvitað að tala um Miðjuflokk Svarta Péturs eða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og síðast en ekki síst Flokk fólksins, sem í gríni mætti segja að leiddur sé af blindri konu og höltum gömlum presti, þó í fúlustu alvöru megi segja að ekkert vanti upp á mælsku og heilindi þeirra Ingu, Halldórs og félaga.

Allir þeir sem velja þann kost að sitja heima og treysta sér ekki til að kjósa, eru því miður oft með því að styðja þann flokk sem berst ákafast gegn hagsmunum þeirra sjálfra, svo mætið og KJÓSIÐ


mbl.is Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónatan - sem og aðrir gestir, þínir !

Afspyrnu slæm tíðindi Jónatan: og staðfestir einfaldlega tómhyggju þorra landsmanna, að vilja ekki standa með sínum hagsmunum, en gefa:: 1 ganginn enn vinstra liðinu annarrs vegar / og svo Engeyinga klíku Bjarna frí spil, ENN EITT KJÖRTÍMABILIÐ, til þess að ráðskazt með eignir landsmanna.

Hefði verið upplagt - að þau Þjóðfylkingarfólk, ásamt Ingu Sæland og hennar slekti (fólki) næðu þeim árangri, að hreinsa eitthvað til, eftir áratuga óstjórn sukkarranna.

''Svarti- Péturinn'' (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson): á skilið MJÖG langt frí, eftir sinn sprelligosahátt, aftur á móti, Jónatan minn.

Með beztu kveðjum - eftir sem áður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 13:25

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Óskar Helgi.

Þjóðernissinnar á borð við aðstandendur Íslensku þjóðfylkingarinnar eru feimnislaust svívirtir og bendlaðir við morðingja og misindismenn fyrri tíma án frekari skýringa, aðeins vegna þess að þeir vilja standa vörð um landamæri okkar og sporna við þeirri augljósu þróun sem á sér stað í fyrrum friðsælum nágranaríkjum vorum.

Það spaugilega er, að margir sem hrópa hér hvað hæst, er að einmitt oft sama fólkið og leynt og ljóst berst fyrir að koma föðurlandi sínu undir erlend yfirráð, en þesskonar fólk er þekkt undir mörgum heitum úr mannkynssögunni og það ekki fallegum, eins og þú þekkir jafnvel og ég.

Jónatan Karlsson, 14.10.2017 kl. 16:21

3 identicon

Sæll á ný - Jónatan !

Nákvæmlega: og spyrja mætti í framhaldinu, hvort ekki ætti að banna starfsemi Vinstri Grænna t.d., sem eru jú LAUMU Kommúnistar:: lið, sem vinnur statt og stöðugt að því, að draga alla þá niður, sem vilja stuðla að raunverulegri uppbyggingu lands og miða / sem fólks og fénaðar.

Kommúnistar eru jú: ámóta Heimsvaldasinna stóð, eins og Nazistar og Múhameðstrúarmenn, og hví ættum við að umbera þá, frekar en hina síðarnefndu ?

Sjáum: ''glæsileika'' Venezúela í dag / sem og hluta hins eldforna Konungsríkis Kóeru (Norður- Kóreu), hvernig Kommúnista hyskið er að leika þau lönd t.d., Jónatan.

Með sömu kveðjum: sem þeim fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 19:52

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt hjá þér, Jónatan, sérlega sannsýnt, snjallt og gott þetta innlegg þitt kl. 16.21.

Jón Valur Jensson, 14.10.2017 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband