Ágæt upprifjun í aðdraganda kosninga.

Það er gott framtak Mbl o.fl miðla að minna kjósendur á afrek og innræti þeirra sem nú fegra sig og fabúlera um eigið ágæti og ræða þörf okkar kjósenda til að láta þau gæta hagsmuna okkar í hvívetna.

Ég vil einungis bæta við að þessi sami Bjarni Vafningur studdi ICESAVE III en eins og allir ættu að vita þá börðust VG og Samfylking fyrir því að láta Íslendinga axla ókleyfar ICESAVE byrðarnar með auðlindir okkar að veði, með því augljósa markmiði að neyða þjóðina til að leyta á náðir ESB og þá væntanlega gegn inngöngu okkar (á hnjánum) í Evrópusambandið.


mbl.is Seldi í Sjóði 9 dagana fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega þarft verk að minna fólk á þennan subbuskap. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2017 kl. 09:11

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Bjarni var frummælandi fyrir frumvarpi ríkisstjórnar Geirs Haarde um að íslendingar samþykktu samninga um Icesave sem Baldur Guðlaugsson gerði fyrir Íslands hönd. Það var fyrsta samningsuppkastið sem var í raun upptakturinn af því að ríkisstjórn Geirs féll.

Kristbjörn Árnason, 6.10.2017 kl. 09:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kristbjörn. Hvar er tengillinn á þetta meinta frumvarp?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2017 kl. 18:40

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl verið þið Ásthildur og Kristbjörn.

Vonandi kjósa Íslendingar eitthvað annað en landráða hyskið eða Engeyjarklíkuna sem við höfum öll kynnst á síðustu árunum.

P.S.

Að mínu mati er Sigmundur ágætur, en ég gæti aldrei stutt framboð þar sem Gunnar Bragi Kænugarðs nautur kæmi við sögu.

Jónatan Karlsson, 6.10.2017 kl. 18:44

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er eiginlega munaðarlaus í þessum kosningum, því minn flokkur býður ekki fram í Norðvestur.  er svona að spá, held að ég halli mér að Pírögum.  Gæti aldrei kosið flokk sem inniber Steingrím Joð.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2017 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband