Ferðasaga hælisleytanda.

Undanfarið hefur mikið verið fjallað um daglegt líf hælisleytenda í fjölmiðlum.
Það fylgir reyndar ekki sögunni hverjir standa að baki þessum myndskreyttu frásögnum, en líklegast þykir undirrituðum að kynningar eða áróðursdeild Rauða krossins komi þar við sögu.
Það má vera að undirritaður sé bæði illa innrættur og skilningssljór, en eftir lestur sögu þessa hælisleytanda, sem ég birti hér á eftir glefsur úr, þá botna ég hreinlega ekkert í rökum þess að þessi maður sé hér á framfæri íslenskra skattgreiðenda.
Þess má geta að ekki er gefinn kostur að blogga beint um þessa umfjöllun Mbl og félaga, líkt og tíðkast ef lesendur vilja láta í ljós skoðanir sínar á efni fréttar.


„Víðines skelfi­leg­ur staður“

Mohammed Salam al-Taie kom held­ur óvenju­lega leið til Íslands þar sem hann kom hingað frá Kína. Þar hafði hann búið í nokk­ur ár.

Fyrsta árið var ég í kín­versku­námi og lagði mig hart fram til þess að fá styrk til náms. Eft­ir að ég lauk MA-námi fjar­skipta­verk­fræði velti ég fyr­ir mér hvað ég gæti gert. Mér stóð til boða styrk­ur til þess að stunda doktors­nám í Kína en ég vissi að ég átti mér enga framtíð þar. Það fær eng­inn hæli í Kína og von­laust að fá stöðu þar við mitt fag.

 Ég lagði metnað minn í að standa mig vel í skóla og gat því valið úr skól­um í Kína til þess að stunda nám.
 
Á leiðinni til Kan­ada milli­lenti hann á Kefla­vík­ur­flug­velli og sótti um hæli hér.  Útlend­inga­stofn­un veitti Mohammed fyrr á ár­inu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum og hef­ur hann leyfi til þess að dvelja hér í fjög­ur ár.
Þar sem hann kom frá Kína og var með gilt vega­bréf og alla papp­íra í lagi var hann send­ur á hót­el eft­ir að hafa sótt um hæli  hjá lög­regl­unni á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þar dvaldi hann í rúma viku en þaðan fór hann í Víðines sem Útlend­inga­stofn­un hafi á leigu á þeim tíma.

„Víðines var skelfi­leg­ur staður. Vegna fötl­un­ar minn­ar á ég erfitt með gang og Víðines er ekki í al­fara­leið og því þurfti maður að ganga 4 km til að kom­ast í strætó og þetta var að vetr­ar­lagi.

Þetta var hræðilegt og ég fæ hroll við til­hugs­un­ina um dvöl mína þarna. Mat­ur­inn var vart mönn­um bjóðandi og ekk­ert til­lit tekið til trú­ar fólks enda var mat­ur­inn senni­lega ekki ætlaður fólki af ólík­um trú­ar­brögðum.
Þar var hann hins veg­ar með her­berg­is­fé­laga sem átti í veru­leg­um erfiðleik­um og eig­in­lega ekki hús­um hæf­ur seg­ir Mohammed. Versta var að hon­um var út­hlutað svefn­pláss í efri koju sem var nán­ast ógjörn­ing­ur fyr­ir hann að kom­ast í og úr vegna fötl­un­ar.

„En ég get ekki kvartað – ég ákvað það sjálf­ur að koma hingað. Ísland sótt­ist ekki eft­ir mér held­ur var það ég sem sótt­ist eft­ir að koma hingað. Ég hef því bara bitið á jaxl­inn og tekið þessu með jafnaðargeði. Því hér er ég ör­ugg­ur um líf mitt,“ seg­ir Mohammed sem hef­ur leigt her­bergi með aðgang að eld­húsi frá því hann fékk tíma­bundið skjól hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband