30.9.2017 | 15:33
Ferðasaga hælisleytanda.
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um daglegt líf hælisleytenda í fjölmiðlum.
Það fylgir reyndar ekki sögunni hverjir standa að baki þessum myndskreyttu frásögnum, en líklegast þykir undirrituðum að kynningar eða áróðursdeild Rauða krossins komi þar við sögu.
Það má vera að undirritaður sé bæði illa innrættur og skilningssljór, en eftir lestur sögu þessa hælisleytanda, sem ég birti hér á eftir glefsur úr, þá botna ég hreinlega ekkert í rökum þess að þessi maður sé hér á framfæri íslenskra skattgreiðenda.
Þess má geta að ekki er gefinn kostur að blogga beint um þessa umfjöllun Mbl og félaga, líkt og tíðkast ef lesendur vilja láta í ljós skoðanir sínar á efni fréttar.
„Víðines skelfilegur staður“
Mohammed Salam al-Taie kom heldur óvenjulega leið til Íslands þar sem hann kom hingað frá Kína. Þar hafði hann búið í nokkur ár.
Fyrsta árið var ég í kínverskunámi og lagði mig hart fram til þess að fá styrk til náms. Eftir að ég lauk MA-námi fjarskiptaverkfræði velti ég fyrir mér hvað ég gæti gert. Mér stóð til boða styrkur til þess að stunda doktorsnám í Kína en ég vissi að ég átti mér enga framtíð þar. Það fær enginn hæli í Kína og vonlaust að fá stöðu þar við mitt fag.
Ég lagði metnað minn í að standa mig vel í skóla og gat því valið úr skólum í Kína til þess að stunda nám.
Á leiðinni til Kanada millilenti hann á Keflavíkurflugvelli og sótti um hæli hér. Útlendingastofnun veitti Mohammed fyrr á árinu dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hefur hann leyfi til þess að dvelja hér í fjögur ár.
Þar sem hann kom frá Kína og var með gilt vegabréf og alla pappíra í lagi var hann sendur á hótel eftir að hafa sótt um hæli hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Þar dvaldi hann í rúma viku en þaðan fór hann í Víðines sem Útlendingastofnun hafi á leigu á þeim tíma.
„Víðines var skelfilegur staður. Vegna fötlunar minnar á ég erfitt með gang og Víðines er ekki í alfaraleið og því þurfti maður að ganga 4 km til að komast í strætó og þetta var að vetrarlagi.
Þetta var hræðilegt og ég fæ hroll við tilhugsunina um dvöl mína þarna. Maturinn var vart mönnum bjóðandi og ekkert tillit tekið til trúar fólks enda var maturinn sennilega ekki ætlaður fólki af ólíkum trúarbrögðum.
Þar var hann hins vegar með herbergisfélaga sem átti í verulegum erfiðleikum og eiginlega ekki húsum hæfur segir Mohammed. Versta var að honum var úthlutað svefnpláss í efri koju sem var nánast ógjörningur fyrir hann að komast í og úr vegna fötlunar.
„En ég get ekki kvartað – ég ákvað það sjálfur að koma hingað. Ísland sóttist ekki eftir mér heldur var það ég sem sóttist eftir að koma hingað. Ég hef því bara bitið á jaxlinn og tekið þessu með jafnaðargeði. Því hér er ég öruggur um líf mitt,“ segir Mohammed sem hefur leigt herbergi með aðgang að eldhúsi frá því hann fékk tímabundið skjól hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.