24.9.2017 | 10:58
Ógnvekjandi þögn eða dæmigerð þöggun.
Það vekur óneitanlega upp spurningar þegar kona er myrt með köldu blóði í íbúð við Hagamel aðfaranótt föstudags og lítið eða ekkert fjallað um svo hrikalegan glæp sem morð hlýtur að teljast.
Bylgjan, Stöð 2 og Mbl fjölluðu lítillega um málið daginn eftir, en ekki var t.a.m. minnst á það í sjónvarpsfréttum RÚV.
Eru ástæður þessa áhugaleysis þær að fórnarlambið var útlendingur, eða er ástæðan mögulega sú að gerandinn var útlendingur og líklega hælisleytandi?
Krefjast varðhalds yfir erlendum manni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þurfum við að velta okkur uppúr þessu?
Það síðasta sem okkur vantar er einhverjar getgátur frá fjölmiðlum, eða froðusnakk.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.9.2017 kl. 12:34
Það er einmitt vöntun á staðreyndum varðandi fréttaflutninginn sem ég er að tala um, í stað þagnar og froðusnakks, einungis ætluðum til að ýta undir getgátur.
Jónatan Karlsson, 24.9.2017 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.