Heimskt er heima alið barn.

Þessi uppgötvun verkfræðinganna hjá EFLU kemur líklega fáum Íslendingum á óvart sem komið hafa til nágranalanda landa okkar að vetrarlagi, en þar hefur þessi aðferð svo til eingöngu verið notuð á strætum og stígum a.m.k. síðustu 50 veturna, sem ég get borið vitni um.

Til frekari upplýsinga fyrir fróðleiks leitandi, verkfræðinga og aðra, þá felst lausnin í að þegar snjó tekur að kyngja niður, þá eru ræstir út einstaklingar, (sem oftar en ekki eru svokallaðir einstaklingar í atvinnuleit) og þeim boðið þetta tímabundna starf á dráttarvél sem að framan er búinn kústi úr frekar grófum plasttrefjum sem snýst gegnt akstursstefnunni og hægt að beina á báða bóga, en oftast þó eðli málsins samkvæmt, til hægri.

Þessi sama dráttarvél er líka oft búinn litlum saltdreifara sem hún dregur á eftir sér.

Í venjulegum húsagötum dugir að 2-3 vélar vinni saman á þann hátt að ein fer fremmst og sú næsta rétt á eftir til hliðar við spor þeirrar fremri og svo koll af kolli eftir breidd götunar.

Fyrir utan nytsöm atvinnubóta uppgrip snjósópunarinnar, sem krefjast aðeins einfaldra ökuréttinda, þá eru að sjálfsögðu þaulvanir borgarstarfsmenn á sínum hefðbundnu stórvirku tækjum samhliða þessum nýju snjó-sópurum.

Svona viðbót þarf ekki að vera dýr, því auðvelt er að setja þennan búnað á notaðar dráttarvélar og u.þ.b. tíu tæki, sem hægt væri að skipta í tvær til þrjár einingar gætu á fáeinum tímum skipt sköpum.

Ég er kannski að hengja bakara fyrir smið, en er það ekki einmitt þessi sama verkfræðistofa sem reiknað hefur út að hin svokallaða neyðarbraut á Reykjavíkur flugvelli sé ofaukið og því óþörf?


mbl.is Ný aðferð við hálkueyðingu reynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég hef nú verið í Stokholmi að vetrarlagi og í snjókomu og var ekki var við þessa aðferð.

 Ef til vill get ég fengið verkefni fyrir MF- vélina mína í þetta verkefni. Hver veit?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.1.2017 kl. 16:40

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Þorsteinn.

Það er rakið að þú með þinn eðal MF séuð tilbúnir strax og kallið kemur, því það skiptir öllu.

Ég þekki reyndar best til í Danmörku, þar sem þetta er notað í borgum og bæjum með góðum árangri, því ella myndu skynsamir og hagsýnir Baunar ekki eyða kröftum og peningum í það.

Jónatan Karlsson, 7.1.2017 kl. 19:49

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi "nýjung" hafur verið notið um áratugi vestan hafs. Þar er þetta reyndar ekki bara bundið við hefðbundnar dráttavélar, heldur allt frá því sem kallast garðtraktorar, tæki sem eru lítt þekkt hér á landi, upp í stæðstu vinnuvélar. Stærð sópsins fer síðan eftir stærð tækisins.

Það getur vissulega verið gaman að finna aftur upp hjólið og sannarlega mega verkfræðingar EFLU dunda sér við slíkt. Það er þó alger óþarfi að sóa fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til slíkra verkefna!

Gunnar Heiðarsson, 7.1.2017 kl. 21:16

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Gunnar.

Auðvitað er þessi snjómoksturs aðferð notuð víða, en þessi útskýring mín á aðferðinni, sem verkfræðinga teymi EFLU hyggst nú rannsaka og mögulega finna upp, var nú reyndar hugsuð sem kaldhæðnisleg pilla á herjans spillinguna eða með öðrum orðum, einkavinavæðingu og annað hagsmunapot sem hér hlýtur að eiga við – eða hvað?

Jónatan Karlsson, 8.1.2017 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband