Liðleskjur í löggæslu?

Alla daga vikunar eru bornar á borð fyrir skattborgara þessa lands, fréttir af svokölluðum “laganna vörðum” í mismunandi skrautlegum eltingaleik við fulla og dópaða ökumenn og það oftast á stolnum ökutækjum. Það fylgir gjarna þessum fréttunum að þessir ökumenn séu búnir að leika sama leikinn margsinnis, löngu sviptir ökuréttindum og stórskuldugir öllum skatta- og iðgjaldagreiðendum.

Það er til háborinnar skammar að lögregluþjónar sem þiggja laun fyrir að gæta öryggis borgaranna láti þessa hegðun viðgangast ítrekað og virðist því augljóst að kennslu ungra lögregluþjóna er svo ábótavannt að athugandi væri að sækja leiðbeiningar til einhvers annars lands, þar sem ústýrilátum krökkum er kennt í eitt skipti fyrir öll að endurtaka ekki leikinn, þó þeim hafi skrikað fótur.

Ég ætla ekki að fjalla um þá starfsemi lögreglunnar sem snýr að rannsóknum og dómum, því bara minnugur Guðmundar- og Geirfinnsmála, þá hljóta allir mælar að vera fullir og sprungnir.


mbl.is Gaf upp nafn systur sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband