17.4.2016 | 12:00
Úr öskunni í eldinn.
Það er augljóst að þessir vesælingar sem fengið hafa að dúsa í pyntingarbúðum Bandaríkjamanna á Kúbu s.l. 15 ár án dóms og laga, flestir frá unglings eða barnsaldri með vitund og velvilja samstarfsmanna og handbenda þessara böðla, þ.e.a.s. - okkar mannréttinda frömuðanna , geta nú fljótlega og bókstaflega um frjálst höfuð strokið.
Nú geta yfirvöld okkar og kirkjuleiðtogar glöð þvegið hendur sínar yfir örlögum og framtíðar horfum þessara níu jemensku óbótamanna, því nú eru þeir sannarlega á leið í mannbætandi vist hjá ráðvöndum og siðprúðum vinum okkar í Saudi-Arabíu.
Níu fangar fluttir frá Guantanamo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.