1.1.2016 | 13:45
Tvær þjóðir í sama landi því miður.
Sigmundur Davíð lætur vel af ástandi þjóðar sinnar í áramóta ávarpi sínu til Íslendinga.
Það vita þó líklega allir að forsætisráðherra tilheyrir ekki þeirri þjóðinni hér á Íslandi sem á minna en ekki neitt, heldur tilheyrir hann þeim þvert á móti þeim fámenna hópi landsmanna sem eiga hér u.þ.b. allt og geta því áhyggjulaust notið þeirra ríkulegu og verðtryggðu eigna sinna.
Þorra skattpíndra landsmanna er ætlað að lifa af launum sem eru langt undir öllum framfærslu viðmiðum og geta því aðeins þeir sem vinna sem vinna tvöfalt náð endum saman, en aðrir étið það sem úti frýs, ef þeir njóta ekki aðstoðar vina eða vandamanna.
Líklegt verður að teljast að þeir kumpánar Sigmundur, Bjarni og félagar hafi gefið sér það áramótaheit að eignast sinn eigin “forseta” og óskoraðan eignarrétt yfir öllum auðlindum “þjóðarinnar” á því herrans ári 2016
Þegar græðgi og spilling valdaklíku er komin á það stig að þegnarnir byrja að fjalla opinskátt um illþýðið, þá styttist öllu jöfnu í að sverfi til stáls milli kúgaðrar alþýðu og varðhunda auðvaldsins.
Gleðilegt og farsælt komandi ár.
Gæfurík þjóð í góðu landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"...hafi gefið sér það áramótaheit að eignast sinn eigin “forseta”..."
Fyrst þú skrifar þetta þá hlýturðu að hafa einhvern í huga. Gætirðu nafngreint umræddan einstakling svo að ég geti passað mig á að kjósa hann ekki?
Pétur D. (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 16:42
Sæll Pétur D.
Ég get nú ekki fullyrt neitt um hverjum verður teflt fram, en tel líklegt að t.d. falleg “góð” kona á borð við Brynju Þorgeirsdóttur úr RÚV “liðinnu” etji kappi við einhverja ögn hægri sinnaðri, en þó örugglega ofur - feminiska og/eða samkynhneigða akademiska listaspíru – og gettu síðan sjálfur....
Aðalatriðið er nefnilega að næsti forseti verði örugglega ekki með neina óþægð og þvermóðsku þegar á reynir, líkt og fráfarandi Forseti okkar.
Jónatan Karlsson, 1.1.2016 kl. 18:51
Já, ef allt fer á versta veg, en veruleikinn er ekki alveg svona svartur og hvítur. Og það hefur verið fjallað um það margsinnis, að Íhaldinu hefur aldrei í sögu lýðveldisins tekizt að koma "sínum" frambjóðanda að.
Til þess að það verði eins og þú lýsir, þá þyrfti ríkisstjórnin að geta kippt í alla spotta án þess að neitt ólöglegt verði afhjúpað. Ísland er að vísu bananalýðveldi sem er meðal spilltustu ríkja í Evrópu og víðar, og að vísu er Sjálfstæðisflokkurinn spilltasti stjórnmálaflokkur á Íslandi fyrr og síðar eða síðan á 6. áratug síðustu aldar, en samt stjórnar flokkurinn ekki öllu og öllum.
Pétur D. (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.