Útvarp Saga - eina rödd fólksins.

Titill þessarar færslu er byggður á þeirri staðreynd að enn og aftur sýnir það sig hvað ótrúleg afglöp eða jafnvel landráð valdamanna snertir, að íslenskir fjölmiðlar og vanhæf yfirvöld löggæslu ganga erinda annara en almennra borgara með yfirborðskenndri og máttlausri umfjöllun sinni.

Hér er í fyrsta lagi starfrækt ríkisúvarpsstöð sem allir (eða flestir) sjá að engin þörf er fyrir önnur en að greiða fjölmennu misjafnlega hæfu starfsfólki velútilátinn laun og lífeyriskjör.

Önnur helstu fjölmiðlafyrirtæki landsins eru auðvitað þetta málgagn þeirra er lagt hafa eignarhald sitt á hinn svokallaða fiskveiði kvóta þjóðarinnar, auk þess að renna hýru auga til landsvirkjunar.

Í öðru lagi er það hin fjölmiðla samsteypan sem beint og óbeint er ekkert annað erindreki Evrópusambandsins og allra þeirra leppa og "wanna be" sem gera sér glæstar vonir fyrir sig eða sína um frama og örugga framtíð sem hirðmenn innan ESB, fremur en vonlausar framtíðarhorfur sem húskarlar eða hjú hjá bústnum útgerðaraðli og núverandi valdastétt þjóðarinnar.

Eina von almennra borgara þessa lands um bjarta og eðlilega framtíð er auðvitað að sameinast svo auðnast megi að varpa af okkur illþýðinu og grýta þessum arðræningjum og þjóðníðingum út í ystu myrkur.

Útvarp Saga er aðeins lítil rödd, en þó má þakka henni algjörlega fyrir að hafa sameinað þjóðina ítrekað gegn illu ráðabruggi og ber þar auðvitað hæst andstöðuna við ICESAVE landráðin og ekki síður atlögur gegn þjóðkjörnum forseta vorum sem ætíð stendur eins og klettur með þjóð sinni.

Ég hvet frambærilega talsmenn þessarar raddar fólksins að vekja upp aðstandendur Flokks heimilanna og fleirri góðra flokksbrota og stofna framboð sem að mínu mati gæti hratt og örugglega gjörbreytt öllu pólitísku landslagi á Íslandi.

Þessi flokkur gæti með réttu heitið: FLOKKUR FÓLKSINS


mbl.is Mikið misræmi í áhrifum refsiaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband