Vítahringurinn rofinn.

Það eru frábært að þessi glæsilegi fæðingalæknir stigi fram og lýsi opinskátt skoðun sína á fyrirhuguðu byggingarframkvæmdum við Hringbraut.

Skoðun hennar gengur í stuttu máli í berhögg og þvert á fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir við Hringbraut, sem troða á nú í gegn venju samkvæmt með góðu eða illu og í trássi við alla fagurfræði og heilbrigða skynsemi.

Það á reyndar ágætlega við að vekja eftirtekt á þessum klúðri með von um að stöðva megi þessar kjánalegu framkvæmd, nú þegar Íslendingar eru nánast í áfalli eftir síðustu heimskupör ráðamanna þjóðarinnar og höfða ég þar auðvitað til ákvarðana bjálfans burstaklippta að norðan, svo ekki sé nú minnst á yfirstandandi eyðileggingu Reykjavíkurflugvallar o.s.f.v.

Það er mín von að skrif Ebbu Margrétar rjúfi þau illu álög er virðast fylgja öllum okkar stærri framkvæmdum hin síðari ár og megi verða til þess að allar þessar óheillakrákur sem hafa valist til vegs og virðinga flögri burt.


mbl.is „Það er allt í lagi að skipta um skoðun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónatan, Ef horft er yfir svið stjórnmálanna síðastliðinn áratug þá stendur það upp úr hvað annaðhvort heimska eða gengdarlaus lobbyismi  hefur verið ráðandi, alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar hafa átt í hlut.

Það kemur manni svo sem ekkert á óvart að stefnulaust stjórnmála-afl, Píratar sem engu lofa skuli eiga hljómgrunn hjá þjóðinni, fólk hugsar þá kannski sem svo, þeir eru þá ekki að fara að svíkja neitt.   

Það er þyngra en tárum taki að ekki skuli vera hægt að taka upp einhverja vitræna þjóðhagslega stefnu í stjórnmálunum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 08:27

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Kristján

Ég er algjörlega sammála þér um gengdarlaust hagsmunapotið og spillinguna sem úrvinda landslýður lætur yfir sig ganga í skjóli duglausra fjölmiðla og hlutdrægra yfirvalda , eins og sást svo yfirþyrmandi ljóslega þegar sjálfur Ómar Ragnarsson var fjarlægður frá vettvangi skemmdarverkanna í Gálgahrauni og það í hlekkjum víkingasveitar ríkislögreglustjóra.

Auðvitað hvet ég alla til að kynna sér þetta tiltekna mál betur á vefsíðunni: www.betrispitali.is - en þar er fjallað um þetta mál af fullri skynsemi, andstætt núverandi byggingaráformum við Hringbraut.

Jónatan Karlsson, 16.8.2015 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband