Af hverju mótmælir enginn? - 2

Þessari spurningu varpar Torfi Kristján Stefánsson fram í tilefni af þessari sömu frétt og kemst að þeirri niðurstöðu að svarið sé helst vegna þagnar og undirlægjuháttar vestrænna fjölmiðla líkt og veitti t.a.m. körlum á borð við Hitler svigrúm til að athafna sig á árum áður.

Á bloggsíðu Torfa gefst tækifæri til að koma með athugasemdir við færsluna líkt og tíðkast hjá flestum bloggurum, en eftir að ég eyddi tíma í að svara þessari spurningu Torfa og reyndar að taka undir með honum, þá sendi ég honum auðvitað athugasemdina - en í stað þess að hún birtist, þá fékk ég tilkynningu um að athugasemdin yrði fyrst birt eftir samþykki síðuhafa, sem greinilega hlaut þó ekki þá náð fyrir augum hans, sólarhring og færslum síðar.

Þessi ritskoðun síðuhafa sjálfs, svarar nefnilega nákvæmlega þeirri ásakandi spurningu sem hann varpar fram og aðeins spaugilegt að hann sjálfur jarmi yfir þögn og hræsni fjölmiðla.

Þeir eru reyndar nokkrir bloggarar hér á mbl.is sem kjósa að velja út og birta aðeins athugasemdir skoðanabræðra sinna og fer þar endranær saman tvíeykið: hugleysi og illur málstaður, án þess að ég vilji endilega bendla TKS við þá kauða.


mbl.is Morsi dæmdur til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband