Undarleg "verðvernd" Bauhaus.

Ég var svo skynsamur í morgun, að ég "googlaði" hvar ódýra gróðurmold væri að finna í Reykjavík og leiddi sú ágæta vefsíða mig inn á síðu að nafni: www.plantan.is en þar var að finna upplýsingar og litríka auglýsingu frá stórverslun Bauhaus við Vesturlandsveg, þar sem boðið var upp á 40 lítra poka af Weibulls gróðurmold á 495 krónur og 40 lítra DAN-MULD á 549 krónur.

Auðvitað ókum við hjónin sem leið lá eftir þessu ómótstæðilega tilboði út úr borginni og var þegar þar var komið beint kurteislega í gegnum endilanga verslunina, þar sem auðvitað var tínt í gríðarstóra innkaupavagninn eins og gengur.

Þegar loks var komið að himinháum stæðum margskonar gróðurmoldar, þá kom það (auðvitað) í ljós að ódýrasta gróðurmoldin (Weibulls) kostaði 895 krónur, sem ég keypti auðvitað, þar sem ég var hvort eð er kominn á staðinn, en þó með þeim orðum við vandræðalegan afgreiðslu piltinn, að ég myndi í framtíðinni beina viðskiptum mínum annað og þar að auki blogga um þessi viðskipti, sem ég hér með hef gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband